Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman. Kristín á fyrir soninn Storm sem er sex ára.
„05.05.25 kom engillinn okkar í heiminn,“ skrifaði parið við færsluna, þar sem má sjá mynd af nýjustu viðbótinni í fjölskylduna.
Kristín og Þorvar byrjuðu saman sumarið 2023 og virðist lífið leika við þau. Parið tilkynnti óléttuna í desember síðastliðnum á Instagram.
Fjölskyldan býr í fallegri íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur, í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930.