Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Þróttarar eru að byrja tímabilið afar vel.
Þróttarar eru að byrja tímabilið afar vel. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson

Þróttarakonur jöfnuðu við Blika á toppnum eftir að hafa sótt þrjú stig á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna í kvöld.

Þróttur vann leikinn 3-1 eftir að staðan var 1-1 í hálfleik.

Valskonur byrjuðu vel og komust yfir en Þróttur jafnaði fyrir hálfleik og komst síðan yfir í upphafi seinni hálfleiks.

Lillý Rut Hlynsdóttir kom Val í 1-0 en Þórdís Elva Ágústsdóttir jafnaði tuttugu mínútu síðar. Freyja Karín Þorvarðardóttir skallaði boltann í markið í fyrstu sókn seinni hálfleiks og María Eva Eyjólfsdóttir innsiglaði síðan sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.

Valskonur hafa þar með tapað tveimur leikjum í röð en Þróttarar eru taplausar með fjóra sigra í fimm leikjum.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira