Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Valur Páll Eiríksson skrifar 9. maí 2025 08:00 Margir lögðu hönd á plóg á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli þann 24. apríl síðastliðinn. Vísir/Valur Páll Lið í Lengjudeild karla í fótbolta treysta Almannavörnum fyrir öryggi til fótboltaiðkunar í Grindavík en fyrsti leikur liðsins í bænum fer fram á morgun. Vísir stóð að könnun á meðal liðanna í Lengjudeild karla þar sem athugun var gerð á viðhorfi til þess að spila í Grindavík. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi mun fyrsti íþróttaviðburður í Grindavík í háa herrans tíð fara fram á morgun. Mikil vinna hefur verið lögð í að standsetja Stakkavíkurvöll, heimavöll Grindavíkur, og verður blásið til hátíðar í kringum leik liðsins við Fjölni sem er klukkan 16:00 á morgun. Vegna ókyrrðarinnar hafa ekki farið fram íþróttaviðburðir í Grindavík frá því haustið 2023. Stór sprunga myndaðist í miðju fótboltahúsi bæjarins og önnur rétt við hlið glænýs körfuboltahúss. Fótboltavöllurinn slapp hins vegar alfarið, er rennisléttur og leikfær. Erfitt er hins vegar að vita hvað gengur á undir vellinum. Óvissustig er enn í gildi hjá Almannavörnum vegna stöðunnar á svæðinu. Í ljósi þess, jarðhræringa og eldvirkni á svæðinu eru skiptar skoðanir um áformin. Síðast gaus í nánd við Grindavík þann 1. apríl en það gos varði skammt og fjaraði út síðar sama dag. Vísir sendi út könnun til liða í Lengjudeild karla og spurði þriggja spurninga: Hvernig er afstaðan innan þíns félags? Hyggist þið eða hafið mótmælt þessum fyrirætlunum? Mun félagið neita alfarið að spila í Grindavík sé völlurinn samþykktur? Svör bárust frá níu af ellefu liðum í Lengjudeildinni. Tvö þeirra voru síður samþykk því að spila á svæðinu, eitt studdi Grindavík alfarið og hin sex loðnari í svörum, en á þá vegu að best væri að setja traust sitt á Almannavarnir. Treysta Almannavörnum fyrir örygginu Flestöll svör voru því á sömu vegu: Telji Almannavarnir öruggt að spila á vellinum mæti viðkomandi lið til leiks. Líkt og greint var frá á Vísi í gær var opinberað að Grindavíkurvöllur væri talinn öruggur til notkunar. Það kom fram á samráðs- og upplýsingafundi í Grindavík á mánudaginn þar sem mættir voru fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, Íslensks toppfótbolta, slökkviliðs og lögreglu auk öryggisstjóra vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðinga frá Eflu og ÍSOR. Thierry Favre, fulltrúi UEFA, kynnir sér aðstæður í Hópinu, knatthúsi Grindavíkur, ásamt Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ.Mynd/KSÍ Knattspyrnudeild UMFG hefur svo unnið ítarlega rýmingaráætlun, sem lögð hefur verið fyrir viðeigandi viðbragðsaðila, svo að hægt sé að rýma svæðið fljótt ef þess gerist þörf. „Þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega innan okkar raða. Gerum bara ráð fyrir að ef það telst óhætt að leika í Grindavík og við eigum leik þar að við mætum bara til leiks,“ segir í svari eins félagsins. „Verði vart við óróa gerum við einfaldlega ráð fyrir því að KSÍ leiti ráðgjafar hjá Almannavörnum, bregðist við þeirri stöðu sem upp kemur og fresti leikjum eða færi þá annað ef þarf og takmarki þannig áhættu,” sagði í svari annars. „Við þekkjum þessi mál ekki vel. Almannavarnir eru til af ástæðu og ef þær segja öruggt að spila, þá mætum við og spilum,“ segir í svari þriðja liðsins. „Við treystum yfirvöldum, KSÍ og Grindvíkingum til þess að taka þessa ákvörðun. Þarna hefur verið mikið af ferðamönnum, Grindvíkingar hafa verið að æfa á vellinum og segja þetta allt saman öruggt,“ segir í svari þess fjórða. Líkt og sjá má á svörunum að ofan virðist skilningurinn mikill á því að Grindvíkingar spili í sínum heimabæ, en ekki að heiman. Grindavík spilaði heimaleiki liðsins í Safamýri síðasta sumar. Áhyggjur leikmanna og aðstandenda Tvö lið gera hins vegar athugasemdir við fyrirætlanirnar. Aðstandendur leikmanna hafi áhyggjur af því að spilað verði á svæðinu og stuðningsmenn geri sér síður ferð á leik í bænum. „Ljóst er að fjölmargir hafa rætt við stjórnarmenn á síðustu dögum vegna þessarar ákvörðunar Grindavíkur og lýst áhyggjum vegna hennar. Þar á meðal eru leikmenn, aðstandendur leikmanna, starfsmenn og aðstandendur félagsins auk fjölda stuðningsmanna sem sumir hafa dregið í efa að þeir muni fylgja liðinu til Grindavíkur við núverandi aðstæður,“ segir í svari annarra liðanna sem gerir athugasemdir við að spila í bænum. Óheppilegt hafi þá verið af stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur að eiga ekki samráð við önnur félög í deildinni við þessi áform. „Einfalt hefði verið að kanna hug annarra félaga fyrst áður en slík yfirlýsing var gefin út. Ljóst er að enn standa yfir mælingar á vellinum eftir síðustu jarðhræringar og niðurstöður þeirra hafa ekki verið gefnar út. Þá er einnig ljóst að stærstu sprungurnar (…) eru aðeins í nokkurra tuga metra fjarlægð frá knattspyrnuvellinum (…) Allar vísbendingar eru því í þá átt að þær jarðhræringar sem hófust í októberlok 2023 séu enn í gangi,“ „Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort virkilega sé ástæða til að safna saman hundruðum manna, nokkrum sinnum í sumar, bara til þess að spila og horfa á fótbolta, á meðan atburðunum er enn ólokið,“ segir enn fremur í svari sama liðs. Annað lið gerði einnig athugasemd við áformin í Grindavík í ljósi þess að bærinn sé hálftómur og jarðhræringar séu enn á svæðinu. „Þetta er bara galið. Ég skil ekki fyrir hvern er verið að gera þetta,“ sagði meðal annars í svari þess félags. Styðja Grindavík 100 prósent Eitt lið tók hvað mest afgerandi afstöðu með Grindvíkingum hvað áformin varðar. „Ég vil koma því á framfæri að við styðjum félaga okkar í Grindavík 100 prósent í því að spila heimaleiki sína á heimavelli í Grindavík, svo fremi sem viðeigandi öryggiskröfur séu uppfylltar og KSÍ samþykki völlinn,“ „Við lítum svo á að Grindavík eigi, rétt eins og önnur félög í deildinni, að geta leikið sína leiki í heimabænum – og við styðjum það heilshugar,“ segir í svari þess félags. Grindavík og Fjölnir mætast á Stakkavíkurvelli klukkan 16:00 á morgun. Grindavík tapaði 2-1 fyrir Selfossi á útivelli í fyrsta leik. Lengjudeild karla Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi mun fyrsti íþróttaviðburður í Grindavík í háa herrans tíð fara fram á morgun. Mikil vinna hefur verið lögð í að standsetja Stakkavíkurvöll, heimavöll Grindavíkur, og verður blásið til hátíðar í kringum leik liðsins við Fjölni sem er klukkan 16:00 á morgun. Vegna ókyrrðarinnar hafa ekki farið fram íþróttaviðburðir í Grindavík frá því haustið 2023. Stór sprunga myndaðist í miðju fótboltahúsi bæjarins og önnur rétt við hlið glænýs körfuboltahúss. Fótboltavöllurinn slapp hins vegar alfarið, er rennisléttur og leikfær. Erfitt er hins vegar að vita hvað gengur á undir vellinum. Óvissustig er enn í gildi hjá Almannavörnum vegna stöðunnar á svæðinu. Í ljósi þess, jarðhræringa og eldvirkni á svæðinu eru skiptar skoðanir um áformin. Síðast gaus í nánd við Grindavík þann 1. apríl en það gos varði skammt og fjaraði út síðar sama dag. Vísir sendi út könnun til liða í Lengjudeild karla og spurði þriggja spurninga: Hvernig er afstaðan innan þíns félags? Hyggist þið eða hafið mótmælt þessum fyrirætlunum? Mun félagið neita alfarið að spila í Grindavík sé völlurinn samþykktur? Svör bárust frá níu af ellefu liðum í Lengjudeildinni. Tvö þeirra voru síður samþykk því að spila á svæðinu, eitt studdi Grindavík alfarið og hin sex loðnari í svörum, en á þá vegu að best væri að setja traust sitt á Almannavarnir. Treysta Almannavörnum fyrir örygginu Flestöll svör voru því á sömu vegu: Telji Almannavarnir öruggt að spila á vellinum mæti viðkomandi lið til leiks. Líkt og greint var frá á Vísi í gær var opinberað að Grindavíkurvöllur væri talinn öruggur til notkunar. Það kom fram á samráðs- og upplýsingafundi í Grindavík á mánudaginn þar sem mættir voru fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, Íslensks toppfótbolta, slökkviliðs og lögreglu auk öryggisstjóra vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðinga frá Eflu og ÍSOR. Thierry Favre, fulltrúi UEFA, kynnir sér aðstæður í Hópinu, knatthúsi Grindavíkur, ásamt Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ.Mynd/KSÍ Knattspyrnudeild UMFG hefur svo unnið ítarlega rýmingaráætlun, sem lögð hefur verið fyrir viðeigandi viðbragðsaðila, svo að hægt sé að rýma svæðið fljótt ef þess gerist þörf. „Þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega innan okkar raða. Gerum bara ráð fyrir að ef það telst óhætt að leika í Grindavík og við eigum leik þar að við mætum bara til leiks,“ segir í svari eins félagsins. „Verði vart við óróa gerum við einfaldlega ráð fyrir því að KSÍ leiti ráðgjafar hjá Almannavörnum, bregðist við þeirri stöðu sem upp kemur og fresti leikjum eða færi þá annað ef þarf og takmarki þannig áhættu,” sagði í svari annars. „Við þekkjum þessi mál ekki vel. Almannavarnir eru til af ástæðu og ef þær segja öruggt að spila, þá mætum við og spilum,“ segir í svari þriðja liðsins. „Við treystum yfirvöldum, KSÍ og Grindvíkingum til þess að taka þessa ákvörðun. Þarna hefur verið mikið af ferðamönnum, Grindvíkingar hafa verið að æfa á vellinum og segja þetta allt saman öruggt,“ segir í svari þess fjórða. Líkt og sjá má á svörunum að ofan virðist skilningurinn mikill á því að Grindvíkingar spili í sínum heimabæ, en ekki að heiman. Grindavík spilaði heimaleiki liðsins í Safamýri síðasta sumar. Áhyggjur leikmanna og aðstandenda Tvö lið gera hins vegar athugasemdir við fyrirætlanirnar. Aðstandendur leikmanna hafi áhyggjur af því að spilað verði á svæðinu og stuðningsmenn geri sér síður ferð á leik í bænum. „Ljóst er að fjölmargir hafa rætt við stjórnarmenn á síðustu dögum vegna þessarar ákvörðunar Grindavíkur og lýst áhyggjum vegna hennar. Þar á meðal eru leikmenn, aðstandendur leikmanna, starfsmenn og aðstandendur félagsins auk fjölda stuðningsmanna sem sumir hafa dregið í efa að þeir muni fylgja liðinu til Grindavíkur við núverandi aðstæður,“ segir í svari annarra liðanna sem gerir athugasemdir við að spila í bænum. Óheppilegt hafi þá verið af stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur að eiga ekki samráð við önnur félög í deildinni við þessi áform. „Einfalt hefði verið að kanna hug annarra félaga fyrst áður en slík yfirlýsing var gefin út. Ljóst er að enn standa yfir mælingar á vellinum eftir síðustu jarðhræringar og niðurstöður þeirra hafa ekki verið gefnar út. Þá er einnig ljóst að stærstu sprungurnar (…) eru aðeins í nokkurra tuga metra fjarlægð frá knattspyrnuvellinum (…) Allar vísbendingar eru því í þá átt að þær jarðhræringar sem hófust í októberlok 2023 séu enn í gangi,“ „Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort virkilega sé ástæða til að safna saman hundruðum manna, nokkrum sinnum í sumar, bara til þess að spila og horfa á fótbolta, á meðan atburðunum er enn ólokið,“ segir enn fremur í svari sama liðs. Annað lið gerði einnig athugasemd við áformin í Grindavík í ljósi þess að bærinn sé hálftómur og jarðhræringar séu enn á svæðinu. „Þetta er bara galið. Ég skil ekki fyrir hvern er verið að gera þetta,“ sagði meðal annars í svari þess félags. Styðja Grindavík 100 prósent Eitt lið tók hvað mest afgerandi afstöðu með Grindvíkingum hvað áformin varðar. „Ég vil koma því á framfæri að við styðjum félaga okkar í Grindavík 100 prósent í því að spila heimaleiki sína á heimavelli í Grindavík, svo fremi sem viðeigandi öryggiskröfur séu uppfylltar og KSÍ samþykki völlinn,“ „Við lítum svo á að Grindavík eigi, rétt eins og önnur félög í deildinni, að geta leikið sína leiki í heimabænum – og við styðjum það heilshugar,“ segir í svari þess félags. Grindavík og Fjölnir mætast á Stakkavíkurvelli klukkan 16:00 á morgun. Grindavík tapaði 2-1 fyrir Selfossi á útivelli í fyrsta leik.
Lengjudeild karla Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira