Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 7. maí 2025 19:09 Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hyggjast efla eftirlit á áfengissölu á íþróttaleikjum. Vísir/Sigurjón/Hulda Margrét Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“ Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“
Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent