Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 12:00 Mos Def, De La Soul, Jamie XX, Joy Anonymous og Gugusar eru meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í sumar. Samsett Tónlistar- og matarhátíðin Lóa verður haldin í Laugardal þann 21. júní. Fjöldi innlendra og erlendra listamanna koma fram á hátíðinni eins og Jamie XX, Mobb Deep, De La Soul, Joy Anonymous og Mos Def. Þar verður einnig fjöldi matarvagna og stórt hjólabrettasvæði. „Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin á lengsta degi ársins, þann 21. júní næstkomandi. Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Á hátíðinni koma fram: Jamie XX (UK) Yasiin Bey (Mos Def) (US) De La Soul (US) Mobb Deep (US) Skratch Bastid (CA) Joy Anonymous (UK) Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves og Fingaprint. Gugusar og Saint Pete eru meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Hátíðin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og mun standa frá klukkan 13 til 23. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Miðasala hefst á morgun, 1. maí, á loafestival.is og tix.is en hægt er að ná sér í miða í takmarkaðan tíma í dag í Nova appinu. Hátíðin verður haldin hér í Laugardalnum, þríhyrningnum svokallaða. Vísir/Anton Brink Á hátíðarsvæðinu, í Laugardal, verður sett upp stórt bar- og hjólabrettasvæði ásamt matarsvæði með matarvögnum í samstarfi við Götubitann. Að Lóu standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem heldur árlega Götubitahátíðina. Liveproject er í eigu Benedikt Freys Jónssonar og Guðjóns Böðvarssonar og Götubitinn í eigu Róbert Arons Magnússonar. Lóa var fyrst haldin árið 2015 og á því tíu ára afmæli í ár. Nánari upplýsingar má finna á hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33 „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
„Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin á lengsta degi ársins, þann 21. júní næstkomandi. Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Á hátíðinni koma fram: Jamie XX (UK) Yasiin Bey (Mos Def) (US) De La Soul (US) Mobb Deep (US) Skratch Bastid (CA) Joy Anonymous (UK) Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves og Fingaprint. Gugusar og Saint Pete eru meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Hátíðin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og mun standa frá klukkan 13 til 23. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Miðasala hefst á morgun, 1. maí, á loafestival.is og tix.is en hægt er að ná sér í miða í takmarkaðan tíma í dag í Nova appinu. Hátíðin verður haldin hér í Laugardalnum, þríhyrningnum svokallaða. Vísir/Anton Brink Á hátíðarsvæðinu, í Laugardal, verður sett upp stórt bar- og hjólabrettasvæði ásamt matarsvæði með matarvögnum í samstarfi við Götubitann. Að Lóu standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem heldur árlega Götubitahátíðina. Liveproject er í eigu Benedikt Freys Jónssonar og Guðjóns Böðvarssonar og Götubitinn í eigu Róbert Arons Magnússonar. Lóa var fyrst haldin árið 2015 og á því tíu ára afmæli í ár. Nánari upplýsingar má finna á hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33 „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33
„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03
Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31