„Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 29. apríl 2025 13:01 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls Vísir/Jón Gautur Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 fyrir þriðja leik kvöldsins. Álftnesingar komu með gott svar í leik tvö í kjölfar dræmrar frammistöðu í fyrsta leik í Síkinu. Einvígið heldur nú aftur í Síkið og segir Pétur Rúnar sitt lið ekki hafa hitt á sinn dag í síðustu viðureign liðanna. „Þeir voru bara góðir og við kannski ekki alveg á okkar degi,“ segir Pétur Rúnar. „Við létum hluti sem við stjórnum ekki fara aðeins of mikið í taugarnar á okkur.“ „Bara hrós á þá. Þeir settu niður stór skot í fjórða leikhluta. Dúi, Hörður Axel og Klonaras settu allir þrist þarna í fjórða leikhluta eftir slæmar róteringar af okkar hálfu. Svo var þetta bara 50/50 leikur undir restina. Við hefðum kannski geta útfært þessa lokasókn eitthvað betur en annars voru þetta bara tvö góð lið og þeir urðu ofan á þarna.“ Var ekki að búast við neinu öðru Það var alveg kýrskýrt í huga Péturs að Álftnesingar væru ekkert lamb að leika sér við. „Við vissum að við værum ekkert að fara labba í gegnum þá. Við erum komnir í undanúrslit. Það hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið 3-0 í gegnum öll einvígin. Og eins og ég sagði í einhverju viðtali eftir seríuna við Keflavík þá vorum við ekkert langt frá því að lenda 2-0 undir þar. Það voru líka hörku leikir sem kláruðust þarna undir restina. Auðvitað var það svekkjandi að hafa ekki unnið þennan annan leik því við gáfum okkur alveg tækifæri til þess en ég var ekki að búast við neinu öðru en að þeir væru töluvert betri en þeir sýndu í leik eitt. Þeir gerðu bara mjög vel og við ætlum að mæta klárir í kvöld. Setja seríuna aftur okkur í hag.“ Einbeiting á James og Okeke Hvar hafa áherslurnar hjá ykkur Tindastólsmönnum legið á milli leikja? „Við þurfum að einbeita okkur betur að því að stöðva Justin James. Sóknarleikur þeirra fer svolítið mikið í gegnum hann. Við höfum verið að skoða nokkrar útfærslur á því hvernig við getum stöðvað hann.“ segir Pétur Rúnar en téður James setti niður heil 29 stig í síðasta leik liðanna og gaf sex stoðsendingar í þokkabót.“ Justin James með Sigtrygg Ara Björnsson á sér í leik tvö á ÁlftanesiVísir/Anton Brink „Svo þarf að stíga David Okeke út þegar að hann er inn í teignum. Hann gerði okkur ansi erfitt fyrir á köflum í síðasta leik þar sem að hann var að hirða alla lausa bolta. Við þurfum að vera varir um okkur, ekki sofna á verðinum,“ bætir Pétur við en óhætt er að segja að Okeke hafi komið inn af fídómskrafti í lið Álftnesinga í síðasta leik eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann setti niður átján stig, tók 10 fráköst. Þriðji leikur framundan, þið á heimavelli í Síkinu, staðan 1-1 í einvíginu, er ekki pressan á ykkur? „Nei ekki þannig. Við gerðum bara mjög vel í vetur í því að tryggja okkur þetta fyrsta sæti og fá þennan heimavallarrétt. Við förum í alla leiki til þess að vinna og það er ekkert einhver auka pressa þótt að við séum á heimavelli. Það þarf að vinna þrjá leiki og auðvitað ætlum við að vinna hér í kvöld en heimurinn ferst ekkert þó þetta fari eitthvað öðruvísi. En við viljum auðvitað og ætlum okkur að vinna í kvöld. Gerum allt til þess.“ Leikur þrjú í undanúrslitaeinvígi Tindastóls og Álftaness í Bónus deildinni hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, upphitun frá Síkinu hefst hálftíma fyrir leik. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Álftanes Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Staðan í einvígi liðanna er 1-1 fyrir þriðja leik kvöldsins. Álftnesingar komu með gott svar í leik tvö í kjölfar dræmrar frammistöðu í fyrsta leik í Síkinu. Einvígið heldur nú aftur í Síkið og segir Pétur Rúnar sitt lið ekki hafa hitt á sinn dag í síðustu viðureign liðanna. „Þeir voru bara góðir og við kannski ekki alveg á okkar degi,“ segir Pétur Rúnar. „Við létum hluti sem við stjórnum ekki fara aðeins of mikið í taugarnar á okkur.“ „Bara hrós á þá. Þeir settu niður stór skot í fjórða leikhluta. Dúi, Hörður Axel og Klonaras settu allir þrist þarna í fjórða leikhluta eftir slæmar róteringar af okkar hálfu. Svo var þetta bara 50/50 leikur undir restina. Við hefðum kannski geta útfært þessa lokasókn eitthvað betur en annars voru þetta bara tvö góð lið og þeir urðu ofan á þarna.“ Var ekki að búast við neinu öðru Það var alveg kýrskýrt í huga Péturs að Álftnesingar væru ekkert lamb að leika sér við. „Við vissum að við værum ekkert að fara labba í gegnum þá. Við erum komnir í undanúrslit. Það hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið 3-0 í gegnum öll einvígin. Og eins og ég sagði í einhverju viðtali eftir seríuna við Keflavík þá vorum við ekkert langt frá því að lenda 2-0 undir þar. Það voru líka hörku leikir sem kláruðust þarna undir restina. Auðvitað var það svekkjandi að hafa ekki unnið þennan annan leik því við gáfum okkur alveg tækifæri til þess en ég var ekki að búast við neinu öðru en að þeir væru töluvert betri en þeir sýndu í leik eitt. Þeir gerðu bara mjög vel og við ætlum að mæta klárir í kvöld. Setja seríuna aftur okkur í hag.“ Einbeiting á James og Okeke Hvar hafa áherslurnar hjá ykkur Tindastólsmönnum legið á milli leikja? „Við þurfum að einbeita okkur betur að því að stöðva Justin James. Sóknarleikur þeirra fer svolítið mikið í gegnum hann. Við höfum verið að skoða nokkrar útfærslur á því hvernig við getum stöðvað hann.“ segir Pétur Rúnar en téður James setti niður heil 29 stig í síðasta leik liðanna og gaf sex stoðsendingar í þokkabót.“ Justin James með Sigtrygg Ara Björnsson á sér í leik tvö á ÁlftanesiVísir/Anton Brink „Svo þarf að stíga David Okeke út þegar að hann er inn í teignum. Hann gerði okkur ansi erfitt fyrir á köflum í síðasta leik þar sem að hann var að hirða alla lausa bolta. Við þurfum að vera varir um okkur, ekki sofna á verðinum,“ bætir Pétur við en óhætt er að segja að Okeke hafi komið inn af fídómskrafti í lið Álftnesinga í síðasta leik eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann setti niður átján stig, tók 10 fráköst. Þriðji leikur framundan, þið á heimavelli í Síkinu, staðan 1-1 í einvíginu, er ekki pressan á ykkur? „Nei ekki þannig. Við gerðum bara mjög vel í vetur í því að tryggja okkur þetta fyrsta sæti og fá þennan heimavallarrétt. Við förum í alla leiki til þess að vinna og það er ekkert einhver auka pressa þótt að við séum á heimavelli. Það þarf að vinna þrjá leiki og auðvitað ætlum við að vinna hér í kvöld en heimurinn ferst ekkert þó þetta fari eitthvað öðruvísi. En við viljum auðvitað og ætlum okkur að vinna í kvöld. Gerum allt til þess.“ Leikur þrjú í undanúrslitaeinvígi Tindastóls og Álftaness í Bónus deildinni hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, upphitun frá Síkinu hefst hálftíma fyrir leik.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Álftanes Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira