Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 28. apríl 2025 18:53 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi „Fólk skal ekki breyta neinu í sínu daglega lífi út af þessum fréttaflutningi, því hann virðist ekki á rökum reistur,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um frásögn sem varðar meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað um helgina. Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér. Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér.
Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira