Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 28. apríl 2025 18:53 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi „Fólk skal ekki breyta neinu í sínu daglega lífi út af þessum fréttaflutningi, því hann virðist ekki á rökum reistur,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um frásögn sem varðar meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað um helgina. Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér. Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér.
Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira