Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 15:02 Slökkviliðsmaður dæli vatni á rústir íbúðarhúss eftir loftárás Rússa í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu í morgun. AP/neyðarþjónusta Úkraínu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. Sigurdagurinn 10. maí er stærsti hátíðardagur Rússa fyrir utan trúarlega helgidaga. Þá fagna þeir sigri á Þýskalandi nasismans árið 1945. Pútín hefur boðið erlendum fyrirmennum til hátíðarhalda til að fagna með honum í Moskvu í næstu viku. Vopnahléið sem hann lýsti yfir á að vara frá klukkan 21:00 7. maí til 21:00 9. maí, að sögn AP-fréttastofunnar. Það ætti að vera á „mannúðarforsendum“. Úkraínumenn ættu að einnig að leggja niður vopn á meðan. Úkraínumenn, minnugir þess að Rússar héldu árásum sínum áfram þrátt fyrir meint páskavopnahlé Pútíns, segja yfirlýsingar Pútín nú aðeins sýndarmennsku. Ef Rússum væri alvara með frið þá þyrfti vopnahléð að taka gildi strax. „Hvers vegna að bíða til 8. maí? Ef við getum slíðrað vopnin núna frá hvaða degi sem er og í þrjátíu daga, þannig að það sé raunverulegt og ekki bara fyrir skrúðgöngu,“ sagði Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu. Pútín hefur til þessa hafnað kröfum Úkraínumanna um lengra vopnahlé. Hann hefur viljað að á meðan yrðu vopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu stöðvaðar og Úkraínumönnum bannað að halda áfram liðssöfnun í herinn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02 Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42 Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Sigurdagurinn 10. maí er stærsti hátíðardagur Rússa fyrir utan trúarlega helgidaga. Þá fagna þeir sigri á Þýskalandi nasismans árið 1945. Pútín hefur boðið erlendum fyrirmennum til hátíðarhalda til að fagna með honum í Moskvu í næstu viku. Vopnahléið sem hann lýsti yfir á að vara frá klukkan 21:00 7. maí til 21:00 9. maí, að sögn AP-fréttastofunnar. Það ætti að vera á „mannúðarforsendum“. Úkraínumenn ættu að einnig að leggja niður vopn á meðan. Úkraínumenn, minnugir þess að Rússar héldu árásum sínum áfram þrátt fyrir meint páskavopnahlé Pútíns, segja yfirlýsingar Pútín nú aðeins sýndarmennsku. Ef Rússum væri alvara með frið þá þyrfti vopnahléð að taka gildi strax. „Hvers vegna að bíða til 8. maí? Ef við getum slíðrað vopnin núna frá hvaða degi sem er og í þrjátíu daga, þannig að það sé raunverulegt og ekki bara fyrir skrúðgöngu,“ sagði Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu. Pútín hefur til þessa hafnað kröfum Úkraínumanna um lengra vopnahlé. Hann hefur viljað að á meðan yrðu vopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu stöðvaðar og Úkraínumönnum bannað að halda áfram liðssöfnun í herinn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02 Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42 Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02
Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42
Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01