Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2025 17:02 Reglulega koma fréttir af karlmönnum með erlent ríkisfang sem brjóta af sér á Íslandi. Um leið fer af stað hvatrænt viðbragð virkra í athugasemdum sem vilja leysa svona mál með því að reka útlendingana úr landi og fylgir oft hatursorðræða gegn trúarhópum eða litarhætti. Þessi orðræða gerir ekkert annað en að afvegaleiða umræðuna og taka fókusinn frá því hvert aðal vandamálið er; ofbeldi karla gegn konum. Það gefur auga leið að í stækkandi samfélagi stækkar einnig hópurinn sem fremur glæpi, það hefur ekkert með þjóðerni að gera. Ef við skoðum tölfræði frá lögreglunni og Hagstofu Íslands frá 2024 þá voru 568 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglunnar. Þessar 568 tilkynningar innihalda blygðunarsemisbrot, kynferðislegt áreiti, stafræn kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn börnum og nauðgun. Af öllum tilkynntum kynferðisbrotum voru 94% gerenda karlmenn og af þeim 534 tilkynningum voru 29% þeirra með erlent ríkisfang sem gera málin 155. Samkvæmt Hagstofu Íslands búa hér 37.691 karlmenn af erlendum uppruna með fasta búsetu á Íslandi og ef við yfirfærum þessi 155 mál á þann fjölda svarar það 0.41% innflytjenda. Saklausir án dvalarleyfis í gæsluvarðhaldi En hvers vegna eru erlendir ríkisborgarar þeir sem sæta gæsluvarðhaldi í 70% tilfella? Gæsluvarðhaldi er ekki einungis beitt í rannsókn sakamála. Þessu úrræði er t.d. beitt þegar brottvísa á einstaklingum - einstaklingum sem hafa ekki brotið af sér heldur fá ekki dvalarleyfi. Burt séð frá allri tölfræðinni er merkilegast í þessu öllu saman að reynt er ítrekað að afvegaleiða umræðuna með því að stýra henni að þessum 0.41% útlendinga sem fremja kynferðisbrot í stað þess að sjá vandamálið sem eru karlmenn sem beita konur ofbeldi. Það er engin sía til, það er ekkert sem aðskilur þá menn frá öðrum í daglegu fasi. Þeir leynast víða. Hvað með Íslendinga sem brjóta af sér erlendis? Það eru þó nokkur dæmi um íslenska menn sem hafa flutt til annarra landa og stundað þar barnaníð, myrt konur og nauðgað þeim. Hefðu þau lönd sem glæpirnir voru framdir einhvern veginn geta síað þessa menn út á landamærunum og sent þá heim til sín? Á hvaða forsendum? Um 5 þúsund Íslendingar fluttu frá Íslandi árið 2024, hvernig eigum við að vita hvort leynist ofbeldismenn þar? Þessi hugsunarháttur gerir ekkert annað en að fría ofbeldismenn ábyrgðinni. Vandamálið er ekki fólksflutningur heldur kynbundið ofbeldi sem er sífellt að færast í aukana. Við þurfum að efla stjórnvöld og réttarkerfið til að taka betur á þessum málum yfir höfuð. Blákaldur veruleikinn er sá að sjaldnast eru menn sem kærðir eru fyrir nauðgun settir í gæsluvarðhald, það er algjör undantekning. Langflest kynferðisbrotamál sem rata á borð lögreglunnar eru felld niður og aðeins um 13% mála fá áheyrn dómstóla. Öryggi kvenna er ekki tryggt í samfélaginu okkar. Menn sem hafa verið kærðir fyrir nauðgun eru frjálsir í samfélaginu okkar. Menn sem hafa verið dæmdir sekir eru frjálsir í samfélaginu okkar á meðan þeir áfrýja. Menn sem hafa nýtt allan áfrýjunarrétt sinn og enda með staðfestingu á dómi eru frjálsir í samfélaginu okkar á meðan þeir ganga frá sínum málum. Dæmdir menn bíða svo að meðaltali í 2.2 ár eftir að byrja að afplána og oft sitja þeir inni í fangelsi um 10% af tímanum og eru þá komnir í opið úrræði. Dæmdir íslenskir menn ganga lausir árum saman Brotaþolar eru aldrei frjálsir á meðan öllu þessu stendur. Alltof mörg þurfa að horfa upp á málin sín felld niður og nauðgara ganga lausa. Brotaþolar þurfa að lifa með afleiðingum ofbeldisins og eiga hættu á að rekast á ofbeldismanninn hvar sem er. Þau sem eru reiðust yfir því að útlendingar stundi hér byrlanir og hópnauðganir líta gjörsamlega fram hjá íslenskum gerendum. Ég hef aldrei séð neinn krefjast gæsluvarðhalds á íslenskum nauðgara. Ég hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði og þeim meinaður aðgangur eftir einungis að kæra hafi verið lögð fram. Ég hef heldur aldrei séð einhvern hrópa saklaus uns sekt er sönnuð þegar kemur að útlendum nauðgurum. Þjóðerni, uppruni eða staða í samfélaginu á ekki að skipta máli. Við eigum að vera jafn reið yfir því þegar karlmenn beita konur ofbeldi. Ef 0.41% útlendinga sem fremja kynferðisbrot er innflutt vandamál þá mætti alveg eins telja íslenska ofbeldismenn sem brjóta af sér í útlöndum part af okkar útflutningi. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi Heimildir : Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldi/yfirlit/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/25/utlendingar_grunadir_i_helmingi_hopnaudgana/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/02/aldrei_fleiri_urskurdadir_i_gaesluvardhald/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/02/06/Gaesluvardhald-a-Islandi-er-ekki-ofnotad-eda-sjalfvirkt/ https://www.visir.is/g/20252718842d/haelis-leit-endur-bidi-brott-visunar-vid-o-vid-unandi-ad-staedur https://www.dv.is/frettir/2024/03/21/islenskur-mordingi-bandarikjunum-grunadur-um-fleiri-brot/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/06/15/islenskur_karlmadur_daemdur_fyrir_barnanid_a_spani/ https://www.ruv.is/frettir/erlent/stadfestur-14-ara-domur-fyrir-mord Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Reglulega koma fréttir af karlmönnum með erlent ríkisfang sem brjóta af sér á Íslandi. Um leið fer af stað hvatrænt viðbragð virkra í athugasemdum sem vilja leysa svona mál með því að reka útlendingana úr landi og fylgir oft hatursorðræða gegn trúarhópum eða litarhætti. Þessi orðræða gerir ekkert annað en að afvegaleiða umræðuna og taka fókusinn frá því hvert aðal vandamálið er; ofbeldi karla gegn konum. Það gefur auga leið að í stækkandi samfélagi stækkar einnig hópurinn sem fremur glæpi, það hefur ekkert með þjóðerni að gera. Ef við skoðum tölfræði frá lögreglunni og Hagstofu Íslands frá 2024 þá voru 568 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglunnar. Þessar 568 tilkynningar innihalda blygðunarsemisbrot, kynferðislegt áreiti, stafræn kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn börnum og nauðgun. Af öllum tilkynntum kynferðisbrotum voru 94% gerenda karlmenn og af þeim 534 tilkynningum voru 29% þeirra með erlent ríkisfang sem gera málin 155. Samkvæmt Hagstofu Íslands búa hér 37.691 karlmenn af erlendum uppruna með fasta búsetu á Íslandi og ef við yfirfærum þessi 155 mál á þann fjölda svarar það 0.41% innflytjenda. Saklausir án dvalarleyfis í gæsluvarðhaldi En hvers vegna eru erlendir ríkisborgarar þeir sem sæta gæsluvarðhaldi í 70% tilfella? Gæsluvarðhaldi er ekki einungis beitt í rannsókn sakamála. Þessu úrræði er t.d. beitt þegar brottvísa á einstaklingum - einstaklingum sem hafa ekki brotið af sér heldur fá ekki dvalarleyfi. Burt séð frá allri tölfræðinni er merkilegast í þessu öllu saman að reynt er ítrekað að afvegaleiða umræðuna með því að stýra henni að þessum 0.41% útlendinga sem fremja kynferðisbrot í stað þess að sjá vandamálið sem eru karlmenn sem beita konur ofbeldi. Það er engin sía til, það er ekkert sem aðskilur þá menn frá öðrum í daglegu fasi. Þeir leynast víða. Hvað með Íslendinga sem brjóta af sér erlendis? Það eru þó nokkur dæmi um íslenska menn sem hafa flutt til annarra landa og stundað þar barnaníð, myrt konur og nauðgað þeim. Hefðu þau lönd sem glæpirnir voru framdir einhvern veginn geta síað þessa menn út á landamærunum og sent þá heim til sín? Á hvaða forsendum? Um 5 þúsund Íslendingar fluttu frá Íslandi árið 2024, hvernig eigum við að vita hvort leynist ofbeldismenn þar? Þessi hugsunarháttur gerir ekkert annað en að fría ofbeldismenn ábyrgðinni. Vandamálið er ekki fólksflutningur heldur kynbundið ofbeldi sem er sífellt að færast í aukana. Við þurfum að efla stjórnvöld og réttarkerfið til að taka betur á þessum málum yfir höfuð. Blákaldur veruleikinn er sá að sjaldnast eru menn sem kærðir eru fyrir nauðgun settir í gæsluvarðhald, það er algjör undantekning. Langflest kynferðisbrotamál sem rata á borð lögreglunnar eru felld niður og aðeins um 13% mála fá áheyrn dómstóla. Öryggi kvenna er ekki tryggt í samfélaginu okkar. Menn sem hafa verið kærðir fyrir nauðgun eru frjálsir í samfélaginu okkar. Menn sem hafa verið dæmdir sekir eru frjálsir í samfélaginu okkar á meðan þeir áfrýja. Menn sem hafa nýtt allan áfrýjunarrétt sinn og enda með staðfestingu á dómi eru frjálsir í samfélaginu okkar á meðan þeir ganga frá sínum málum. Dæmdir menn bíða svo að meðaltali í 2.2 ár eftir að byrja að afplána og oft sitja þeir inni í fangelsi um 10% af tímanum og eru þá komnir í opið úrræði. Dæmdir íslenskir menn ganga lausir árum saman Brotaþolar eru aldrei frjálsir á meðan öllu þessu stendur. Alltof mörg þurfa að horfa upp á málin sín felld niður og nauðgara ganga lausa. Brotaþolar þurfa að lifa með afleiðingum ofbeldisins og eiga hættu á að rekast á ofbeldismanninn hvar sem er. Þau sem eru reiðust yfir því að útlendingar stundi hér byrlanir og hópnauðganir líta gjörsamlega fram hjá íslenskum gerendum. Ég hef aldrei séð neinn krefjast gæsluvarðhalds á íslenskum nauðgara. Ég hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði og þeim meinaður aðgangur eftir einungis að kæra hafi verið lögð fram. Ég hef heldur aldrei séð einhvern hrópa saklaus uns sekt er sönnuð þegar kemur að útlendum nauðgurum. Þjóðerni, uppruni eða staða í samfélaginu á ekki að skipta máli. Við eigum að vera jafn reið yfir því þegar karlmenn beita konur ofbeldi. Ef 0.41% útlendinga sem fremja kynferðisbrot er innflutt vandamál þá mætti alveg eins telja íslenska ofbeldismenn sem brjóta af sér í útlöndum part af okkar útflutningi. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi Heimildir : Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldi/yfirlit/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/25/utlendingar_grunadir_i_helmingi_hopnaudgana/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/02/aldrei_fleiri_urskurdadir_i_gaesluvardhald/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/02/06/Gaesluvardhald-a-Islandi-er-ekki-ofnotad-eda-sjalfvirkt/ https://www.visir.is/g/20252718842d/haelis-leit-endur-bidi-brott-visunar-vid-o-vid-unandi-ad-staedur https://www.dv.is/frettir/2024/03/21/islenskur-mordingi-bandarikjunum-grunadur-um-fleiri-brot/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/06/15/islenskur_karlmadur_daemdur_fyrir_barnanid_a_spani/ https://www.ruv.is/frettir/erlent/stadfestur-14-ara-domur-fyrir-mord
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun