„Hann er tekinn út úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2025 22:10 Benedikt á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. „Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
„Við fengum okkar sénsa og nýttum þá ekki. Svona er þetta bara stundum, þeir tóku þetta bara og ekkert við því að segja. Það er bara áfram gakk,“ sagði Benedikt í viðtali eftir leik. Leikur Tindastóls riðlaðist snemma leiks því Sadio Doucoure, lykilmaður í liði Stólanna, fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta. Það mátti heyra á Benedikt að hann var ekki sáttur með villurnar sem Sadio fékk dæmdar á sig. „Við vorum búnir að ná tökum á leiknum og síðan kemur þetta fíaskó sem ég skil ekki ennþá. Það tók okkur smá tíma að vinna okkur út úr því. Við finnum taktinn aftur en hann er tekinn út úr leiknum þegar einhver leikmaður dettur hjá Álftanesi, bara óskiljanlegt,“ sagði Benedikt. „Við gefum okkur samt möguleika á að vinna þennan leik. Það eitt og sér á ekki að verða til þess að við séum ónýtir það sem eftir er leiks. Við vinnum okkur út úr því og Álftanes voru flottir í kvöld eins og þeir eru alltaf hérna og eru búnir að vera síðan í janúar.“ „Vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við“ Benedikt vildi þó ekki dvelja of lengi við leikinn heldur á það sem framundan væri. „Þessi leikur er bara búinn og lærum af mistökum eftir þennan leik. Við verðum klárir í þann næsta og ég vona að dómararnir skoði sín mistök eins og við og leiðrétti þau líka í næsta leik.“ Benedikt Guðmundsson ákveðinn við sína menn.Vísir/Anton Benedikt var varkár þegar hann var spurður að því hvort honum hefði fundist halla á Tindastól í dómgæslunni og sagði að hann væri auðvitað ekki hlutlaus. „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir en það voru vondar ákvarðanir hjá okkur líka. Ég er alls ekki að fara að kenna dómurunum um þetta, við hefðum getað gert fullt af hlutum miklu betur. Við förum núna og reynum að leiðrétta það fyrir næsta leik.“ Benedikt talaði um það fyrir leik að Stólarnir væru búnir að undirbúa tvenns konar leikplan, Álftanes með og án David Okeke. „Hann er náttúrulega bara góður og var á pari við það sem hann er búinn að gera í betur, hann er með 20 stig og 10 fráköst í vetur og það er erfitt að halda honum mikið undir því. Einhver sóknarfráköst og svona sem við hefðum viljað koma í veg fyrir, við þurfum að stíga hann betur út.“ Framundan er þriðji leikur liðanna sem fram fer norðan heiða á þriðjudag. „Það er bara endurheimt og við komum heim einhvern tíman í nótt og sofum út. Svo byrjum við að grúska fyrir næsta leik, leiðrétta mistök og benda á það sem við gerðum vel. Reyna að bæta frammistöðuna í næsta leik,“ sagði Benedikt að endingu.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira