Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar 25. apríl 2025 18:01 Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar