Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar 25. apríl 2025 18:01 Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar