Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar 24. apríl 2025 14:32 Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Leikhús Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun