Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar 24. apríl 2025 13:00 Á Kjalarnesi undir mikilfenglegum hlíðum Esjunnar við norðurenda Kollafjarðar stendur Grundarhverfi, eitt yngsta og fámennasta hverfi Reykjavíkur. Þar er fagurt bæjarstæði, góðir landkostir og nægt byggingarland fyrir fjölbreyttan húsakost sem mikill skortur er á um þessar mundir. Grundarhverfi og Kjalarnes sé með augum teiknara.Rán Flygenring Ágæti íbúi í Grundarhverfi og nágrenni; Hvernig vilt þú að hverfið þitt þróist og vaxi á næstu árum? Og hvernig er hægt að gera Grundarhverfið enn betra hverfi fyrir þig og fjölskyldu þína? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum verður velt upp á samráðsdögum í Klébergsskóla á Kjalarnesi dagana 29. til 30. apríl næstkomandi. Þessir samráðsdagar eru til þess að undirbúa endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness og gerð hverfisskipulags fyrir Grundarhverfi og nágrenni. Byggðin undir Esjuhlíðum Þó byggðin í Grundarhverfi sé ung er búseta þar eldgömul en landnámsmaðurinn Helgi Bjóla samferðarmaður Ingólfs Arnarsonar reisti sér bæ undir hlíðum Esjunnar að Hofi skv. Landnámu. Grundarhverfi séð úr lofti á góðviðrisdegiSigurður Ólafur Sigurðsson Saga Grundarhverfis nær aftur til 1973 en þá tók að myndast þar þéttbýliskjarni. Forsenda fyrir myndun þéttbýlisins var Klébergsskóli sem var reistur árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og telst vera elsti grunnskóli í Reykjavík sem enn er rekinn undir sama þaki. Það er svo árið 1998 sem Kjalarneshreppur sameinast Reykjavík og Grundarhverfi og varð eitt af 32 hverfum borgarinnar. En hverfið er fámennt miðað við önnur hverfi borgarinnar. Þjónusta er af skornum skammti og engin eignlegur hverfiskjarni. Fjarlægðir í aðra þjónustukjarna er allnokkur og almenningssamgöngur takmarkaðar. Aðalskipulagið og vistvænt hverfi Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Grundarhverfi er aðalskipulag Reykjavikur 2040. Þar eru lagðar línurnar um framtíðaskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð með sterkum hverfiskjörnum, vistvænum samgöngum og góðu almenningsrými og grænum svæðum. Öll þessi atriði ásamt breytingum á fasteignum eru ávörpuð í skipulagsskilmálum hverfisskipulags. Samhliða vinnu við hverfisskipulagið fer fram vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness eins og þegar hefur komið fram. Samráð Lykilþáttur við vinnu hverfisskipulags er samráð við íbúa og hagaðila. Þessu samráði er skipt í þrjá fasa, sjá skýringarmynd fyrir neðan. Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Í samráðinu er byrjað með autt blað og endað með fullmótað skipulag. Notaðar eru fjölbreyttar samráðsaðferðir til að ná til sem flestra. Fasaskipt samráð hverfisskipulagsHverfisskipulag Reykjavíkur Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa og hagaðila.. Á netsíðu hverfisskipulagsins fyrir Kjalarnes má finna frekari upplýsingar um verkefnið. Samráðsdagar 29. til 30. apríl Eins og komið hefur fram er íbúðum og hagaðilum í Grundarhverfi og Kjalarnesi boði til samtals um þróun hverfissins og borgarhlutans á samráðsdögum sem fara fram í Klébergsskóla. Þar verður annars vegar fjallað um fyrirhugaðar breytingar aðalskipulagi Kjalarness og hins vegar um gerð hverfisskipulags fyrir Grundahverfi og nágrenni. Á fyrri degi samráðsins sem hefst kl 17 verða kynningar á endurskoðun á aðalskipulagi og gerð hverfisskiplags. Síðan verða vinnustofur þar sem rætt verður um hvernig sé hægt að efla Grundarhverfi, þróun byggðar í dreifbýlinu, atvinnuþróun og efling atvinnulífs, útivist, náttúruvernd og skógrækt og að lokum samgöngur. Á opnu húsi seinni daginn sem hefst kl 15 verður hægt að koma á framfæri hugmyndum og ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Þar verða sérfræðingar frá Umhverfis- og skiplagssviði um aðal- og hverfisskiplag, samgöngumál, sorphirðu, umhirðu borgarlandsins og snjómokstur og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Einnig verður hægt að ræða við sérfræðinga frá Skóla- og frístundasviði um leik- og grunnskólamál, sérfræðinga frá Velferðarsviði og sérfræðingar frá Menningar og íþróttasviði. Þessir sérfræðingar eru til þess að svara spurningum sem brenna á íbúum en líka til þess að heyra skoðanir þeirra sem nýst geta við aðalmarkmið þessarar vinnu: Að gera gott Grundarhverfi enn betra. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan á Kjalarnesi er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagið varðar. Kæru íbúar. Það borgar sig að láta í sér heyra og taka þátt í samráðinu. Reynslan frá samráðinu í Árbæ, Breiðholi, Háaleiti -Bústöðum og Hlíðum sannar að við hlustum á ykkar sjónarmið. Þess vegna hlökkum við til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð ykkar hverfis. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Arkitektúr Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á Kjalarnesi undir mikilfenglegum hlíðum Esjunnar við norðurenda Kollafjarðar stendur Grundarhverfi, eitt yngsta og fámennasta hverfi Reykjavíkur. Þar er fagurt bæjarstæði, góðir landkostir og nægt byggingarland fyrir fjölbreyttan húsakost sem mikill skortur er á um þessar mundir. Grundarhverfi og Kjalarnes sé með augum teiknara.Rán Flygenring Ágæti íbúi í Grundarhverfi og nágrenni; Hvernig vilt þú að hverfið þitt þróist og vaxi á næstu árum? Og hvernig er hægt að gera Grundarhverfið enn betra hverfi fyrir þig og fjölskyldu þína? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum verður velt upp á samráðsdögum í Klébergsskóla á Kjalarnesi dagana 29. til 30. apríl næstkomandi. Þessir samráðsdagar eru til þess að undirbúa endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness og gerð hverfisskipulags fyrir Grundarhverfi og nágrenni. Byggðin undir Esjuhlíðum Þó byggðin í Grundarhverfi sé ung er búseta þar eldgömul en landnámsmaðurinn Helgi Bjóla samferðarmaður Ingólfs Arnarsonar reisti sér bæ undir hlíðum Esjunnar að Hofi skv. Landnámu. Grundarhverfi séð úr lofti á góðviðrisdegiSigurður Ólafur Sigurðsson Saga Grundarhverfis nær aftur til 1973 en þá tók að myndast þar þéttbýliskjarni. Forsenda fyrir myndun þéttbýlisins var Klébergsskóli sem var reistur árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og telst vera elsti grunnskóli í Reykjavík sem enn er rekinn undir sama þaki. Það er svo árið 1998 sem Kjalarneshreppur sameinast Reykjavík og Grundarhverfi og varð eitt af 32 hverfum borgarinnar. En hverfið er fámennt miðað við önnur hverfi borgarinnar. Þjónusta er af skornum skammti og engin eignlegur hverfiskjarni. Fjarlægðir í aðra þjónustukjarna er allnokkur og almenningssamgöngur takmarkaðar. Aðalskipulagið og vistvænt hverfi Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Grundarhverfi er aðalskipulag Reykjavikur 2040. Þar eru lagðar línurnar um framtíðaskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð með sterkum hverfiskjörnum, vistvænum samgöngum og góðu almenningsrými og grænum svæðum. Öll þessi atriði ásamt breytingum á fasteignum eru ávörpuð í skipulagsskilmálum hverfisskipulags. Samhliða vinnu við hverfisskipulagið fer fram vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Kjalarness eins og þegar hefur komið fram. Samráð Lykilþáttur við vinnu hverfisskipulags er samráð við íbúa og hagaðila. Þessu samráði er skipt í þrjá fasa, sjá skýringarmynd fyrir neðan. Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Í samráðinu er byrjað með autt blað og endað með fullmótað skipulag. Notaðar eru fjölbreyttar samráðsaðferðir til að ná til sem flestra. Fasaskipt samráð hverfisskipulagsHverfisskipulag Reykjavíkur Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa og hagaðila.. Á netsíðu hverfisskipulagsins fyrir Kjalarnes má finna frekari upplýsingar um verkefnið. Samráðsdagar 29. til 30. apríl Eins og komið hefur fram er íbúðum og hagaðilum í Grundarhverfi og Kjalarnesi boði til samtals um þróun hverfissins og borgarhlutans á samráðsdögum sem fara fram í Klébergsskóla. Þar verður annars vegar fjallað um fyrirhugaðar breytingar aðalskipulagi Kjalarness og hins vegar um gerð hverfisskipulags fyrir Grundahverfi og nágrenni. Á fyrri degi samráðsins sem hefst kl 17 verða kynningar á endurskoðun á aðalskipulagi og gerð hverfisskiplags. Síðan verða vinnustofur þar sem rætt verður um hvernig sé hægt að efla Grundarhverfi, þróun byggðar í dreifbýlinu, atvinnuþróun og efling atvinnulífs, útivist, náttúruvernd og skógrækt og að lokum samgöngur. Á opnu húsi seinni daginn sem hefst kl 15 verður hægt að koma á framfæri hugmyndum og ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Þar verða sérfræðingar frá Umhverfis- og skiplagssviði um aðal- og hverfisskiplag, samgöngumál, sorphirðu, umhirðu borgarlandsins og snjómokstur og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Einnig verður hægt að ræða við sérfræðinga frá Skóla- og frístundasviði um leik- og grunnskólamál, sérfræðinga frá Velferðarsviði og sérfræðingar frá Menningar og íþróttasviði. Þessir sérfræðingar eru til þess að svara spurningum sem brenna á íbúum en líka til þess að heyra skoðanir þeirra sem nýst geta við aðalmarkmið þessarar vinnu: Að gera gott Grundarhverfi enn betra. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan á Kjalarnesi er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagið varðar. Kæru íbúar. Það borgar sig að láta í sér heyra og taka þátt í samráðinu. Reynslan frá samráðinu í Árbæ, Breiðholi, Háaleiti -Bústöðum og Hlíðum sannar að við hlustum á ykkar sjónarmið. Þess vegna hlökkum við til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð ykkar hverfis. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun