Hörður undir feldinn Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2025 07:33 Hörður Unnsteinsson stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna er kominn með KR-liðið upp í efstu deild, deildina sem hann fjallar um vikulega á Stöð 2 Sport. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum. KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“ Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“
Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira