Hvernig er nýr páfi valinn? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 11:03 Kardinálarnir ganga inn í Sixtínsku kapelluna til að velja nýjan páfa eftir andlát Jóhanness Páls II. AP Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir. Frans páfi lést í morgun 88 ára að aldri. Hann hafði gegnt embætti andlegs leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og stjórnmálalegs leiðtoga Páfagarðs í tólf ár. Hann hafði skömmu fyrir andlát sitt breytt hinu hefðbundna ferli við útför páfa. Til dæmis verður lík hans ekki til sýnis á upphækkuðum palli í Péturskirkju heldur verður syrgjendum boðið að votta honum virðingu sína í kistu sinni. Þar að auki verður Frans fyrstur páfa í meira en öld til að vera grafinn utan Páfagarðs. Hann verður lagður til hinstu hvílu í Basiliku heilagrar Maríu í Róm. Kardinálar einangraðir frá umheiminum Við andlát páfa koma kardinálar kaþólsku kirkjunnar til Rómar en kardinálar mynda sérstaka ráðsnefnd páfans. Þeir koma hvaðanæva að úr heiminum og eiga að endurspegla kirkjuna sem heild. Kardinálar eru allir útnefndir af páfa og eru yfirleitt biskupar. Í dag eru 252 kaþólskir kardinálar og af þeim geta 138 greitt atkvæði með næsta páfa. Er það vegna þess að aðeins þeir kardinálar sem eru undir áttræðu geta greitt atkvæði í páfakjöri. Hinir mega þó taka þátt í umræðum kardinálaráðsins. Hin víðfræga Sixtínska kapella þar sem páfakjör fer fram.AP Á meðan páfakjör fer fram mega kardinálar ekki ræða við fjölmiðla eða nokkurn mann. Þegar umræður um kjörið hefjast eru þeir læstir inni í Sixtínsku kapellunni með lykli, cum clave á latínu þar sem alþjóðlega hugtakið yfir páfakjörið á sifjar sínar. Þar eru þeir í fullkominni einangrun þangað til nýr páfi er valinn, án aðgangs að fjölmiðlum, hvort sem það er í formi blaða, netmiðla, útvarps eða sjónvarps og farsímar eru með öllu bannaðir. Mikil leynd hvílir yfir þessari samkomu kardinálanna og eru allar dyr sixtínsku kapellunnar innsiglaðar og inngangsins gætt af öryggisvörðum. Í kapellunni eru hásæti fyrir hvern kardinála og er hásæti hvers og eins hulið fjólubláu klæði og fyrir framan hvert hásæti er borð sem einnig er hulið fjólubláu klæði. Á altari Sixtínsku kapellunnar eru svo atkvæðaseðlar, stór kaleikur sem notaður er undir ösku seðlanna, grunnur diskur sem atkvæðin eru sett í þegar þau eru talin, silfurkassi sem notaður er þegar atkvæðaseðlarnir eru brenndir og kassi sem færður er til kardinála sem hugsanlega er of veikburða til að koma til kapellunnar sjálfrar. „Habemus papam“ Í enda kapellunnar er lítill ofn þar sem atkvæðaseðlarnir eru brenndir að kosningum loknum en kosið er fjórum sinnum á dag á meðan kjöri stendur, tvisvar árla dags og tvisvar síðdegis. Á atkvæðaseðli kardinálanna stendur: „Eligo in summum pontificem,“ sem á íslensku myndi útleggjast sem: „Ég kýs til æðsta biskups,“ og það botna þeir með nafni þess sem þeir vilja kjósa til embættis páfa. Ofninn sem notaður er til að brenna seðlana er þannig gerður að reykurinn frá honum liðast upp á þak kapellunnar. Ef enginn fær tvo þriðju hluta atkvæða eru seðlarnir brenndir og litarefni sett með í ofninn. Við það verður reykurinn svartur og umheimurinn fær að vita að kjósa þurfi aftur. Þegar páfi er valinn eru atkvæðaseðlarnir brenndir með hvítu litarefni, áður voru seðlarnir einir brenndir en árið 1978 þegar Jóhannes Páll fyrsti var kjörinn páfi kom grár reykur úr strompinum. Síðan þá hefur hvítt litarefni verið sett í ofn til að tryggja það að ljóst liggi fyrir þegar páfi hefur verið valinn. Þá sér umheimurinn að nýr páfi hefur verið valinn og er því yfirleitt fagnað mjög á Péturstorgi og víða um heim. Hvítur reykur þyrlast úr strompi kapellunnar til að tilkynna það heiminum að Frans hafi verið valinn páfi árið 2013.AP Fjólubláu klæðin eru þá fjarlægð af sætum allra kardinála nema þess sem kjörinn var. Hann er þá spurður hvort hann samþykki kjörið og þá hvaða nafn hann hyggist taka og þá er hann formlega orðinn páfi. Engar sérstakar reglur gilda um það hvaða nafn páfar velja en gjarnan eru nöfn dýrðlinga eða annarra páfa sem hinn kjörni heldur sérstaklega upp á valin. Djákni kardinálaráðsins stígur út á svalir Péturskirkju að kosningunni lokinni til að ávarpa mannfjöldann á Péturstorgi sem telur oft tugi þúsunda kaþólikka um allan heim ógleymdum sem fylgjast með í beinni útsendingu í sjónvarpi og á netinu. Hann segir: „Annuntio vobis gaudium magnum: Habemus papam,“ eða á íslensku: „Ég færi ykkur gleðifréttir: Við höfum páfa.“ Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Fréttaskýringar Páfakjör 2025 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Frans páfi lést í morgun 88 ára að aldri. Hann hafði gegnt embætti andlegs leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og stjórnmálalegs leiðtoga Páfagarðs í tólf ár. Hann hafði skömmu fyrir andlát sitt breytt hinu hefðbundna ferli við útför páfa. Til dæmis verður lík hans ekki til sýnis á upphækkuðum palli í Péturskirkju heldur verður syrgjendum boðið að votta honum virðingu sína í kistu sinni. Þar að auki verður Frans fyrstur páfa í meira en öld til að vera grafinn utan Páfagarðs. Hann verður lagður til hinstu hvílu í Basiliku heilagrar Maríu í Róm. Kardinálar einangraðir frá umheiminum Við andlát páfa koma kardinálar kaþólsku kirkjunnar til Rómar en kardinálar mynda sérstaka ráðsnefnd páfans. Þeir koma hvaðanæva að úr heiminum og eiga að endurspegla kirkjuna sem heild. Kardinálar eru allir útnefndir af páfa og eru yfirleitt biskupar. Í dag eru 252 kaþólskir kardinálar og af þeim geta 138 greitt atkvæði með næsta páfa. Er það vegna þess að aðeins þeir kardinálar sem eru undir áttræðu geta greitt atkvæði í páfakjöri. Hinir mega þó taka þátt í umræðum kardinálaráðsins. Hin víðfræga Sixtínska kapella þar sem páfakjör fer fram.AP Á meðan páfakjör fer fram mega kardinálar ekki ræða við fjölmiðla eða nokkurn mann. Þegar umræður um kjörið hefjast eru þeir læstir inni í Sixtínsku kapellunni með lykli, cum clave á latínu þar sem alþjóðlega hugtakið yfir páfakjörið á sifjar sínar. Þar eru þeir í fullkominni einangrun þangað til nýr páfi er valinn, án aðgangs að fjölmiðlum, hvort sem það er í formi blaða, netmiðla, útvarps eða sjónvarps og farsímar eru með öllu bannaðir. Mikil leynd hvílir yfir þessari samkomu kardinálanna og eru allar dyr sixtínsku kapellunnar innsiglaðar og inngangsins gætt af öryggisvörðum. Í kapellunni eru hásæti fyrir hvern kardinála og er hásæti hvers og eins hulið fjólubláu klæði og fyrir framan hvert hásæti er borð sem einnig er hulið fjólubláu klæði. Á altari Sixtínsku kapellunnar eru svo atkvæðaseðlar, stór kaleikur sem notaður er undir ösku seðlanna, grunnur diskur sem atkvæðin eru sett í þegar þau eru talin, silfurkassi sem notaður er þegar atkvæðaseðlarnir eru brenndir og kassi sem færður er til kardinála sem hugsanlega er of veikburða til að koma til kapellunnar sjálfrar. „Habemus papam“ Í enda kapellunnar er lítill ofn þar sem atkvæðaseðlarnir eru brenndir að kosningum loknum en kosið er fjórum sinnum á dag á meðan kjöri stendur, tvisvar árla dags og tvisvar síðdegis. Á atkvæðaseðli kardinálanna stendur: „Eligo in summum pontificem,“ sem á íslensku myndi útleggjast sem: „Ég kýs til æðsta biskups,“ og það botna þeir með nafni þess sem þeir vilja kjósa til embættis páfa. Ofninn sem notaður er til að brenna seðlana er þannig gerður að reykurinn frá honum liðast upp á þak kapellunnar. Ef enginn fær tvo þriðju hluta atkvæða eru seðlarnir brenndir og litarefni sett með í ofninn. Við það verður reykurinn svartur og umheimurinn fær að vita að kjósa þurfi aftur. Þegar páfi er valinn eru atkvæðaseðlarnir brenndir með hvítu litarefni, áður voru seðlarnir einir brenndir en árið 1978 þegar Jóhannes Páll fyrsti var kjörinn páfi kom grár reykur úr strompinum. Síðan þá hefur hvítt litarefni verið sett í ofn til að tryggja það að ljóst liggi fyrir þegar páfi hefur verið valinn. Þá sér umheimurinn að nýr páfi hefur verið valinn og er því yfirleitt fagnað mjög á Péturstorgi og víða um heim. Hvítur reykur þyrlast úr strompi kapellunnar til að tilkynna það heiminum að Frans hafi verið valinn páfi árið 2013.AP Fjólubláu klæðin eru þá fjarlægð af sætum allra kardinála nema þess sem kjörinn var. Hann er þá spurður hvort hann samþykki kjörið og þá hvaða nafn hann hyggist taka og þá er hann formlega orðinn páfi. Engar sérstakar reglur gilda um það hvaða nafn páfar velja en gjarnan eru nöfn dýrðlinga eða annarra páfa sem hinn kjörni heldur sérstaklega upp á valin. Djákni kardinálaráðsins stígur út á svalir Péturskirkju að kosningunni lokinni til að ávarpa mannfjöldann á Péturstorgi sem telur oft tugi þúsunda kaþólikka um allan heim ógleymdum sem fylgjast með í beinni útsendingu í sjónvarpi og á netinu. Hann segir: „Annuntio vobis gaudium magnum: Habemus papam,“ eða á íslensku: „Ég færi ykkur gleðifréttir: Við höfum páfa.“
Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Fréttaskýringar Páfakjör 2025 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira