Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. apríl 2025 06:03 Blóðmerahald er, sem betur fer, komið nokkuð á krítiska dagskrá aftur, þökk sé erlendum dýraverndarsamtökum og Dýraverndar-sambandi Íslands, nýjum öflugum mönnum, sem þar eru nú á ferð. Eins og margir vita, byggist blóðmerahald á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, vikulega, 8 sinnum hvert haust, en hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar. Þetta blóð er síðan notað til að framleiða frjósemislyf fyrir aðallega svín; með þeim er hægt að rjúfa tíðarhring gylta og, þannig, knýja gyltur til að eiga meiri fjölda grísa og oftar, en náttúrlegt er. Auka kjötframleiðsluna. Þetta er því líka illþyrmileg misnotkun svína. Fyrir undirrituðum er þetta ofbeldi og þessi misnotkun þessara varnarlausu dýranna með ólíkindum. Hvert er eiginlega innræti og tilfinningalíf, mannúð, þeirra manna, líka og ekki sízt dýralækna, sem að þessari óiðju standa!? Dýralæknar sverja þess eið, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að tryggja vernd og velferð dýranna. Aðrir eins svikarar. Í Þýzkalandi er blóðtaka af fylfullum eða mjólkandi merum stranglega bönnuð, vegna þess viðkvæma ástands, sem merararnar eru þá í. Í öllum löndum ESB, svo og í Sviss, er blóðmerahald stranglega bannað. Í raun er það bannað um allan heim, nema í einu eða tveimur löndum Suður-Ameríku og svo Kína, auk Íslands. Hér er, sem sagt, allt að 8-földu magni þess blóðs, sem eðlilegt væri talið að taka mætti úr fullfrískri meri, sem hvorki væri fylfull né mjólkandi, tappað af hryssum, sem eru bæði fylfullar og mjólkandi! Við þetta bætist svo það ofbeldi og þær meiðingar, sem beita þarf dýrin, til að koma þeim í blóðtökubás og negla þær þar, og svo þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir, vikulega um 8 vikna skeið, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og það í minnst 15 mínútur. Þetta er búið að vera í gangi í 40 ár, hefur blasað við á um hundrað bæjum, og MAST hefur átt að hafa eftirlit með þessu - að dýravelferð væri tryggð -, en nánast enginn hefur gert eitthvað með þetta, ekki einu sinni MAST, sem fremur hefur borið blak af starfseminni, en hitt, hvað þá eiðsvarnir dýralæknarnir. Svandís Svavarsdóttir, sem kenndi sig við grænt, kvaðst ætla að taka faglega á þessu á sínum tíma, í samræmi við gildandi dýraverndarlög, en lét svo þetta illvirki bara halda áfram, í nánast óbreyttu formi. Treysti sér greinilega ekki í slaginn við landbúnaðarklíku B, M og D. Og, því miður, virðist nýr atvinnuvegaráðherra, ný ríkisstjórn, heldur ekki ætla að gera mikið í málinu, þrátt fyrir yfirlýsingar allra stjórnarflokkanna þriggja um það, fyrir kosningar, m.a. á fundi Dýraverndarsambandsins með stjórnmálaflokkunum 7. nóvember 2024, að þeir vildu tryggja bann við blóðmerahaldi. Fyrir kosningar og eftir kosningar virðast því miður oft tvö ólík fyrirbrigði hjá stjórnmálaflokkum og -mönnum. Þar má reyndar líka minna á hvalveiðar, þar þóttist atvinnuvegaráðherra og stjórnarflokkarnir standa föstum fótum fyrir banni, fyrir kosningar, en það virðist mest grafið og gleymt eftir kosningar, og hefði þeirra vegna mátt drepa yfir 400 hvali í sumar, murka lífið úr þeim mörgun. Sem betur fer stoppuðu markaðsástæður fyrir hvalkjöt í Japan þó alla vega langreyðaveiðar, en illt er samt að vita til vanefnda nýrrar ríkistjórnar í þessu stóra dýraverndar- og umhverfismáli. Reyndar má spyrja, hver stefna nýrrar ríkisstjórnar í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd sé. Í fljótu bragði virðist hún ekki beysin. Þetta er þó eitt allra stærsta mál okkar tíma. Þessi hugleiðing snýst þó ekki bara um okkur, mannfólkið, og afstöðu og framferði okkar gagnvart dýrum, heldur líka um dýrin og okkur. Samvist manna og dýra. Öll spendýr, ekki bara maðurinn, eru sköpuð með margslungnu tilfinningalífi, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðslum og áverkum, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt eins og við. Tilraunir eru gerðar á músum, rottum, kanínum, hundum og öpum - oftast reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaður fyrir lyfjaþróun og þróun nýrra lækningaaðferða fyrir okkur, mannfólkið. Nýlegt dæmi um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann. Í 57 ára gamlan Bandaríkjamann, sem var með lífshættulegan hjartasjúkdóm, var grætt hjarta úr svíni, og lifði maðurinn af um nokkurt skeið. Hjartaígræðsla úr svíni í mann virkaði! Áður hafði það gerzt, að hjartalokur úr svínum höfðu verið græddar í menn, húð af svínum grædd á brunasár manna, og svínsnýra grætt í mann. Við, spendýrin, erum semsé í grunninn öll sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er auðvitað gráðugri, grimmari og miskunnar-lausari, en önnur spendýr. Hann einn drepur án þarfar, sér til skemmtunr og gleði, af lægstu hvötum; drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er þessi: Við, menn og önnur spendýr, erum ein stór og margbreytileg fjölskylda, þannig, að þegar við erum að halda, slátra og éta önnur spendýr, erum við, í raun, að halda, slátra og éta nátengdar lífverur. Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum og fallegu steikurnar á grillinu, eru hold og vöðvar „systra okkar og bræðra.“ Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Blóðmerahald er, sem betur fer, komið nokkuð á krítiska dagskrá aftur, þökk sé erlendum dýraverndarsamtökum og Dýraverndar-sambandi Íslands, nýjum öflugum mönnum, sem þar eru nú á ferð. Eins og margir vita, byggist blóðmerahald á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, vikulega, 8 sinnum hvert haust, en hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar. Þetta blóð er síðan notað til að framleiða frjósemislyf fyrir aðallega svín; með þeim er hægt að rjúfa tíðarhring gylta og, þannig, knýja gyltur til að eiga meiri fjölda grísa og oftar, en náttúrlegt er. Auka kjötframleiðsluna. Þetta er því líka illþyrmileg misnotkun svína. Fyrir undirrituðum er þetta ofbeldi og þessi misnotkun þessara varnarlausu dýranna með ólíkindum. Hvert er eiginlega innræti og tilfinningalíf, mannúð, þeirra manna, líka og ekki sízt dýralækna, sem að þessari óiðju standa!? Dýralæknar sverja þess eið, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að tryggja vernd og velferð dýranna. Aðrir eins svikarar. Í Þýzkalandi er blóðtaka af fylfullum eða mjólkandi merum stranglega bönnuð, vegna þess viðkvæma ástands, sem merararnar eru þá í. Í öllum löndum ESB, svo og í Sviss, er blóðmerahald stranglega bannað. Í raun er það bannað um allan heim, nema í einu eða tveimur löndum Suður-Ameríku og svo Kína, auk Íslands. Hér er, sem sagt, allt að 8-földu magni þess blóðs, sem eðlilegt væri talið að taka mætti úr fullfrískri meri, sem hvorki væri fylfull né mjólkandi, tappað af hryssum, sem eru bæði fylfullar og mjólkandi! Við þetta bætist svo það ofbeldi og þær meiðingar, sem beita þarf dýrin, til að koma þeim í blóðtökubás og negla þær þar, og svo þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir, vikulega um 8 vikna skeið, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og það í minnst 15 mínútur. Þetta er búið að vera í gangi í 40 ár, hefur blasað við á um hundrað bæjum, og MAST hefur átt að hafa eftirlit með þessu - að dýravelferð væri tryggð -, en nánast enginn hefur gert eitthvað með þetta, ekki einu sinni MAST, sem fremur hefur borið blak af starfseminni, en hitt, hvað þá eiðsvarnir dýralæknarnir. Svandís Svavarsdóttir, sem kenndi sig við grænt, kvaðst ætla að taka faglega á þessu á sínum tíma, í samræmi við gildandi dýraverndarlög, en lét svo þetta illvirki bara halda áfram, í nánast óbreyttu formi. Treysti sér greinilega ekki í slaginn við landbúnaðarklíku B, M og D. Og, því miður, virðist nýr atvinnuvegaráðherra, ný ríkisstjórn, heldur ekki ætla að gera mikið í málinu, þrátt fyrir yfirlýsingar allra stjórnarflokkanna þriggja um það, fyrir kosningar, m.a. á fundi Dýraverndarsambandsins með stjórnmálaflokkunum 7. nóvember 2024, að þeir vildu tryggja bann við blóðmerahaldi. Fyrir kosningar og eftir kosningar virðast því miður oft tvö ólík fyrirbrigði hjá stjórnmálaflokkum og -mönnum. Þar má reyndar líka minna á hvalveiðar, þar þóttist atvinnuvegaráðherra og stjórnarflokkarnir standa föstum fótum fyrir banni, fyrir kosningar, en það virðist mest grafið og gleymt eftir kosningar, og hefði þeirra vegna mátt drepa yfir 400 hvali í sumar, murka lífið úr þeim mörgun. Sem betur fer stoppuðu markaðsástæður fyrir hvalkjöt í Japan þó alla vega langreyðaveiðar, en illt er samt að vita til vanefnda nýrrar ríkistjórnar í þessu stóra dýraverndar- og umhverfismáli. Reyndar má spyrja, hver stefna nýrrar ríkisstjórnar í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd sé. Í fljótu bragði virðist hún ekki beysin. Þetta er þó eitt allra stærsta mál okkar tíma. Þessi hugleiðing snýst þó ekki bara um okkur, mannfólkið, og afstöðu og framferði okkar gagnvart dýrum, heldur líka um dýrin og okkur. Samvist manna og dýra. Öll spendýr, ekki bara maðurinn, eru sköpuð með margslungnu tilfinningalífi, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðslum og áverkum, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt eins og við. Tilraunir eru gerðar á músum, rottum, kanínum, hundum og öpum - oftast reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaður fyrir lyfjaþróun og þróun nýrra lækningaaðferða fyrir okkur, mannfólkið. Nýlegt dæmi um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann. Í 57 ára gamlan Bandaríkjamann, sem var með lífshættulegan hjartasjúkdóm, var grætt hjarta úr svíni, og lifði maðurinn af um nokkurt skeið. Hjartaígræðsla úr svíni í mann virkaði! Áður hafði það gerzt, að hjartalokur úr svínum höfðu verið græddar í menn, húð af svínum grædd á brunasár manna, og svínsnýra grætt í mann. Við, spendýrin, erum semsé í grunninn öll sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er auðvitað gráðugri, grimmari og miskunnar-lausari, en önnur spendýr. Hann einn drepur án þarfar, sér til skemmtunr og gleði, af lægstu hvötum; drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er þessi: Við, menn og önnur spendýr, erum ein stór og margbreytileg fjölskylda, þannig, að þegar við erum að halda, slátra og éta önnur spendýr, erum við, í raun, að halda, slátra og éta nátengdar lífverur. Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum og fallegu steikurnar á grillinu, eru hold og vöðvar „systra okkar og bræðra.“ Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar