Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 17. apríl 2025 08:02 Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til álita umboðasmanns Alþingis í þessum efnum frá árinu 2010 um að Alþingi taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skal við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Um þetta segir í greinargerð með frumvarpinu: „Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“ Einnig er mikilvægt að horfa til þeirra ákvæða stjórnarskrár að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá liggur fyrir Alþingi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þýðir að gæta þarf að réttindum fatlaðara þegar kemur að menntun. Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla. Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta. Þá er lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þ.m.t. til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér er t.d. átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils. Í ljósi aukins fjölbreytileika nemenda sem fara í framhaldsskóla og áherslu um inngildingu í skólastarfi, er hins vegar stefnt á að tryggja að námsframboð framhaldsskóla endurspegli fjölbreytileika og ólíkar þarfir nemenda á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir einfaldlega að framhaldsskólastigið mun axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með þvi að tryggja viðeigandi námsleiðir. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Alþingi Flokkur fólksins Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til álita umboðasmanns Alþingis í þessum efnum frá árinu 2010 um að Alþingi taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skal við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Um þetta segir í greinargerð með frumvarpinu: „Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“ Einnig er mikilvægt að horfa til þeirra ákvæða stjórnarskrár að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá liggur fyrir Alþingi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þýðir að gæta þarf að réttindum fatlaðara þegar kemur að menntun. Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla. Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta. Þá er lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þ.m.t. til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér er t.d. átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils. Í ljósi aukins fjölbreytileika nemenda sem fara í framhaldsskóla og áherslu um inngildingu í skólastarfi, er hins vegar stefnt á að tryggja að námsframboð framhaldsskóla endurspegli fjölbreytileika og ólíkar þarfir nemenda á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir einfaldlega að framhaldsskólastigið mun axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með þvi að tryggja viðeigandi námsleiðir. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun