Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Siggeir Ævarsson skrifar 21. apríl 2025 18:47 Ægir Þór Steinarsson fór á kostum í kvöld, 29 stig og 13 stoðsendingar vísir / jón gautur Stjarnan tók á móti Grindavík í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla en fyrir leikinn í kvöld hafði Grindavík ekki unnið sigur á Stjörnunni utan Grindavíkur síðan í febrúar 2018. Á því varð engin breyting í kvöld en Stjarnan fór að lokum með sigur af hólmi, 108-100. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum, þá sérstaklega Daniel Mortensen, sem setti þrjá þrista í röð í byrjun leiks og kom Grindvíkingum í 2-11. Heimamenn voru að hitta afar illa í byrjun en náðu smám saman að stilla miðið. Hilmar Henningsson setti niður tvo þrista undir lok fyrsta leikhluta og staðan 26-25 Stjörnunni í vil. Leikurinn var svo algjörlega í járnum fram að hálfleik. Grindvíkingar voru í stökustu vandræðum með að dekka Ægi Þór Steinarsson sem annað hvort skoraði sjálfur eða kom boltanum fljúgandi Shaquille Rombley sem tróð með látum. Ægir átti svo lokaorðið í hálfleiknum þegar hann setti niður körfu með stóru tána á þriggjastiga línunni, staðan 47-44 í hálfleik en á þeim tímapunkti var Jeremy Pargo með núll stig þrátt fyrir átta skottilraunir. Stjörnumenn áttu virkilega góðan þriðja leikhluta meðan að Grindvíkingar virtust fyrst og fremst pirraðir. Að DeAndre Kane hafi t.d. ekki fengið tæknivillu í leikhlutanum er rannsókarefni. Heimamenn gengu á lagið og komu muninum upp og leiddu með átta fyrir lokaleikhlutann, 75-68. Lélegt hittni heimamanna í byrjun átti heldur betur eftir að breytast en sóknarleikur Stjörnunnar varð bara beittari og beittari eftir því sem á leið og Grindvíkingar réðu illa við Ægi Þór og Hilmar Smára sem skoruðu 29 og 27 stig. Ólafur Ólafsson gerði mjög heiðarlega tilraun til að koma Grindvíkingum aftur inn í leikinn í upphafi fjórða leikhluta þar sem hann skoraði fjóra þrista í röð og minnkaði muninn í 85-83 en þá skelltu heimamenn í gírinn og kláruðu leikinn að lokum nokkuð örugglega, 108-100. Atvik leiksins Þetta var leikur sem var stútfullur af glæsilegum tilþrifum og það væri hægt að velja margt undir þennan lið. Þristarnir fjórir frá Ólafi Ólafssyni kæmu sterklega til greina ef Grindavík hefði náð að fylgja þeim eftir og vinna leikinn. Undir lok leiksins setti Ægir Þór alveg fáránlega körfu. Skotklukkan að renna út og færið alveg galið og skotið í rauninni líka en einhvern veginn spýttist boltinn ofan í körfuna. Þessi karfa var kannski lýsandi fyrir það hvernig stjörnurnar röðuðust upp fyrir Stjörnuna í kvöld. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson spilaði eins og kóngur í kvöld og ljóst að Grindvíkingar verða að stilla varnarleikinn eitthvað upp á nýtt. 29 stig frá honum og 13 stoðsendingar. Þá átti Hilmar Smári Henningsson einnig frábæran leik og skoraði 27 stig, og var fimm af átta í þristum. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að minnast á þátt Bjarna Guðmanns Jónssonar. Hann spilaði aðeins tíu mínútur í kvöld en á þeim tíu mínútum komst hann inn að innstu sálarrótum DeAndre Kane og kom honum hressilega úr jafnvægi. Hjá Grindavík var Daniel Mortensen sjóðandi heitur til að byrja með og endaði að lokum stigahæstur með 27 stig. Hann setti niður fjögur af fimm þriggjastiga skotum sínum og hefði að ósekju mátt skjóta meira. Ólafur Ólafsson snögghitnaði í fjórða leikhluta og endaði með 26 stig en því miður fyrir Grindvíkinga náðu félagar hans ekki að fylgja honum eftir á þeim tímapunkti. Grindvíkingar eiga Jeremy Pargo nær algjörlega inni en hann klikkaði úr tíu af fyrstu skotunum sínum og endaði með sjö stig og sjö stoðsendingar. Tapaði að vísu engum bolta en Grindvíkingar verða að fá meira út úr fyrrum NBA leikmanni sínum sem er að fara að spila þrír á þrjá með Joe Johnson í sumar. DeAndre Kane sömuleiðis í engum takti við leikinn í kvöld. Brenndi af fjölda færa undir körfunni en hann setti aðeins sex skot niður í 20 tilraunum. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson dæmdu leikinn í kvöld og miðað við umræðuna á samfélagsmiðlum eru skiptar skoðanir á frammistöðu þeirra. Sumum fannst þeir leyfa Stjörnumönnum að komast upp með full mikið en á móti kemur fannst mér þeir ekkert ósanngjarnir við Grindvíkinga. Línan var að mínu mati nokkuð skýr og Stjörnumenn voru einfaldlega mun nær henni en Grindvíkingar í kvöld. Stemming og umgjörð Allt til fyrirmyndar í Umhyggjuhöllinni, fullt hús og mikill glaumur og gleði. Rosaleg læti í Stjörnumönnum í stúkunni og níðsöngvarnir og hrópin að mestu innan siðsamlegra marka. Viðtöl Fleiri viðtöl væntanlega innan stundar Bónus-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Stjarnan tók á móti Grindavík í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla en fyrir leikinn í kvöld hafði Grindavík ekki unnið sigur á Stjörnunni utan Grindavíkur síðan í febrúar 2018. Á því varð engin breyting í kvöld en Stjarnan fór að lokum með sigur af hólmi, 108-100. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum, þá sérstaklega Daniel Mortensen, sem setti þrjá þrista í röð í byrjun leiks og kom Grindvíkingum í 2-11. Heimamenn voru að hitta afar illa í byrjun en náðu smám saman að stilla miðið. Hilmar Henningsson setti niður tvo þrista undir lok fyrsta leikhluta og staðan 26-25 Stjörnunni í vil. Leikurinn var svo algjörlega í járnum fram að hálfleik. Grindvíkingar voru í stökustu vandræðum með að dekka Ægi Þór Steinarsson sem annað hvort skoraði sjálfur eða kom boltanum fljúgandi Shaquille Rombley sem tróð með látum. Ægir átti svo lokaorðið í hálfleiknum þegar hann setti niður körfu með stóru tána á þriggjastiga línunni, staðan 47-44 í hálfleik en á þeim tímapunkti var Jeremy Pargo með núll stig þrátt fyrir átta skottilraunir. Stjörnumenn áttu virkilega góðan þriðja leikhluta meðan að Grindvíkingar virtust fyrst og fremst pirraðir. Að DeAndre Kane hafi t.d. ekki fengið tæknivillu í leikhlutanum er rannsókarefni. Heimamenn gengu á lagið og komu muninum upp og leiddu með átta fyrir lokaleikhlutann, 75-68. Lélegt hittni heimamanna í byrjun átti heldur betur eftir að breytast en sóknarleikur Stjörnunnar varð bara beittari og beittari eftir því sem á leið og Grindvíkingar réðu illa við Ægi Þór og Hilmar Smára sem skoruðu 29 og 27 stig. Ólafur Ólafsson gerði mjög heiðarlega tilraun til að koma Grindvíkingum aftur inn í leikinn í upphafi fjórða leikhluta þar sem hann skoraði fjóra þrista í röð og minnkaði muninn í 85-83 en þá skelltu heimamenn í gírinn og kláruðu leikinn að lokum nokkuð örugglega, 108-100. Atvik leiksins Þetta var leikur sem var stútfullur af glæsilegum tilþrifum og það væri hægt að velja margt undir þennan lið. Þristarnir fjórir frá Ólafi Ólafssyni kæmu sterklega til greina ef Grindavík hefði náð að fylgja þeim eftir og vinna leikinn. Undir lok leiksins setti Ægir Þór alveg fáránlega körfu. Skotklukkan að renna út og færið alveg galið og skotið í rauninni líka en einhvern veginn spýttist boltinn ofan í körfuna. Þessi karfa var kannski lýsandi fyrir það hvernig stjörnurnar röðuðust upp fyrir Stjörnuna í kvöld. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson spilaði eins og kóngur í kvöld og ljóst að Grindvíkingar verða að stilla varnarleikinn eitthvað upp á nýtt. 29 stig frá honum og 13 stoðsendingar. Þá átti Hilmar Smári Henningsson einnig frábæran leik og skoraði 27 stig, og var fimm af átta í þristum. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að minnast á þátt Bjarna Guðmanns Jónssonar. Hann spilaði aðeins tíu mínútur í kvöld en á þeim tíu mínútum komst hann inn að innstu sálarrótum DeAndre Kane og kom honum hressilega úr jafnvægi. Hjá Grindavík var Daniel Mortensen sjóðandi heitur til að byrja með og endaði að lokum stigahæstur með 27 stig. Hann setti niður fjögur af fimm þriggjastiga skotum sínum og hefði að ósekju mátt skjóta meira. Ólafur Ólafsson snögghitnaði í fjórða leikhluta og endaði með 26 stig en því miður fyrir Grindvíkinga náðu félagar hans ekki að fylgja honum eftir á þeim tímapunkti. Grindvíkingar eiga Jeremy Pargo nær algjörlega inni en hann klikkaði úr tíu af fyrstu skotunum sínum og endaði með sjö stig og sjö stoðsendingar. Tapaði að vísu engum bolta en Grindvíkingar verða að fá meira út úr fyrrum NBA leikmanni sínum sem er að fara að spila þrír á þrjá með Joe Johnson í sumar. DeAndre Kane sömuleiðis í engum takti við leikinn í kvöld. Brenndi af fjölda færa undir körfunni en hann setti aðeins sex skot niður í 20 tilraunum. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson dæmdu leikinn í kvöld og miðað við umræðuna á samfélagsmiðlum eru skiptar skoðanir á frammistöðu þeirra. Sumum fannst þeir leyfa Stjörnumönnum að komast upp með full mikið en á móti kemur fannst mér þeir ekkert ósanngjarnir við Grindvíkinga. Línan var að mínu mati nokkuð skýr og Stjörnumenn voru einfaldlega mun nær henni en Grindvíkingar í kvöld. Stemming og umgjörð Allt til fyrirmyndar í Umhyggjuhöllinni, fullt hús og mikill glaumur og gleði. Rosaleg læti í Stjörnumönnum í stúkunni og níðsöngvarnir og hrópin að mestu innan siðsamlegra marka. Viðtöl Fleiri viðtöl væntanlega innan stundar