„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2025 22:57 Þorleifur Ólafsson segir þetta hafa verið ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel þrátt fyrir tap í kvöld og að liðið sé komið í sumarfrí Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu. „Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
„Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira