„Ég er alltaf stressuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 12:33 Tinna Guðrún Alexandersdóttir fór í gang í þriðja leikhluta í gær og þá áttu Grindavíkurkonur fá svör á móti Haukaliðinu. S2 Sport Tinna Guðrún Alexandersdóttir mætti á háborðið til Harðar, Pálínu og Helenu eftir magnaða endurkomu Haukakvenna í einvígi sínu við Grindavík. Tinna Guðrún skoraði 49 stig í tveimur síðustu leikjum einvígis Hauka og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta og átti mikinn þátt í því að Haukakonur grófu sig upp úr 0-2 holu og unnu einvígið 3-2. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar hans í Bónus Körfuboltakvöldi, Pálína Gunnlaugsdóttir og Helena Sverrisdóttir, fengu Tinnu Guðrún í heimsókn til sín á háborðið eftir sigur Haukakvenna í oddaleiknum í gær. Klippa: „Svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin“ „Hingað í settið er komin til okkar Tinna Guðrún Alexandersdóttir sem er að öðrum ólöstuðum búin að vera besti leikmaðurinn í þessari seríu. Til hamingju með sigurinn en hvernig er svona tilfinningin rétt eftir leik,“ spurði Hörður. Ég er ótrúlega sátt „Bara ótrúlega góð. Ég er bara ótrúlega ánægð með að við náðum að mæta svona sterkt inn í þennan leik því mér finnst við ekki hafa náð því í síðustu leikjum. Ég er ótrúlega sátt,“ sagði Tinna Guðrún. Hún er á því að þetta hafi verið besti leikur Hauka í einvíginu. „Já langbesti. Ég ætla samt að hrósa Grindavíkurliðinu því mér fannst þær mæta ótrúlega flottar inn í þessa seríu. Við náðum ekki að mæta ákefðinni sem þær voru með,“ sagði Tinna. „Við vorum að leyfa þeim að ýta okkur út úr því sem við vorum að reyna að gera. Þær brutu pressuna okkar mjög auðveldlega og við náðum einhvern veginn ekki að komast á strik í okkar varnarleik sérstaklega,“ sagði Tinna en var farið að fara um hana? „Maður er náttúrulega drullustressaður að lenda 2-0 undir. Ég er alltaf stressuð,“ sagði Tinna. Bara að vera ógeðslega ákveðin Sérfræðingurinn Pálina Gunnlaugsdóttir vildi fá að vita hvernig Tinna undirbjó sig fyrir þriðja leikinn þegar Haukarnir voru einu tapi frá sumarfrí. „Ég undirbjó mig eins. Ég fór bara betur yfir það sem við ætluðum að gera og svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin. Maður verður að ákveða að maður ætli að mæta til að fara í öll fráköst og að fara í alla lausa bolta. Við náðum að gera það í kvöld,“ sagði Tinna. Það má sjá allt spjallið við Tinnu hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Tinna Guðrún skoraði 49 stig í tveimur síðustu leikjum einvígis Hauka og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta og átti mikinn þátt í því að Haukakonur grófu sig upp úr 0-2 holu og unnu einvígið 3-2. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar hans í Bónus Körfuboltakvöldi, Pálína Gunnlaugsdóttir og Helena Sverrisdóttir, fengu Tinnu Guðrún í heimsókn til sín á háborðið eftir sigur Haukakvenna í oddaleiknum í gær. Klippa: „Svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin“ „Hingað í settið er komin til okkar Tinna Guðrún Alexandersdóttir sem er að öðrum ólöstuðum búin að vera besti leikmaðurinn í þessari seríu. Til hamingju með sigurinn en hvernig er svona tilfinningin rétt eftir leik,“ spurði Hörður. Ég er ótrúlega sátt „Bara ótrúlega góð. Ég er bara ótrúlega ánægð með að við náðum að mæta svona sterkt inn í þennan leik því mér finnst við ekki hafa náð því í síðustu leikjum. Ég er ótrúlega sátt,“ sagði Tinna Guðrún. Hún er á því að þetta hafi verið besti leikur Hauka í einvíginu. „Já langbesti. Ég ætla samt að hrósa Grindavíkurliðinu því mér fannst þær mæta ótrúlega flottar inn í þessa seríu. Við náðum ekki að mæta ákefðinni sem þær voru með,“ sagði Tinna. „Við vorum að leyfa þeim að ýta okkur út úr því sem við vorum að reyna að gera. Þær brutu pressuna okkar mjög auðveldlega og við náðum einhvern veginn ekki að komast á strik í okkar varnarleik sérstaklega,“ sagði Tinna en var farið að fara um hana? „Maður er náttúrulega drullustressaður að lenda 2-0 undir. Ég er alltaf stressuð,“ sagði Tinna. Bara að vera ógeðslega ákveðin Sérfræðingurinn Pálina Gunnlaugsdóttir vildi fá að vita hvernig Tinna undirbjó sig fyrir þriðja leikinn þegar Haukarnir voru einu tapi frá sumarfrí. „Ég undirbjó mig eins. Ég fór bara betur yfir það sem við ætluðum að gera og svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin. Maður verður að ákveða að maður ætli að mæta til að fara í öll fráköst og að fara í alla lausa bolta. Við náðum að gera það í kvöld,“ sagði Tinna. Það má sjá allt spjallið við Tinnu hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti