Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. apríl 2025 22:02 Minnst 34 létust í árásinni. ap Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira