Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 12:13 Hanna Katrín segist sannfærð um réttmæti hækkananna. Vísir/Ívar Fannar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira