Innlent

Bíll hafnaði á hliðinni í mið­borginni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Bíllinn hafnaði á hliðinni í þröngri götunni.
Bíllinn hafnaði á hliðinni í þröngri götunni. Aðsend

Ökumaður var handtekinn um hálf sjö í morgun eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Skarphéðinsgötu í miðborg Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hún endaði á hliðinni. 

Tjón varð á tveimur bílum í götunni við hasarinn.

Slysið átti sér stað á sjöunda tímanum í morgun.Aðsend

Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ökumaðurinn sé grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíknefna eða áfengis. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni en engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×