Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar 11. apríl 2025 16:41 11. apríl hélt Þroskahjálp málþing þar sem rætt var um svokallað Diplómanám Háskóla Íslands – eina formlega námsleiðin sem stendur fötluðu fólki með þroskahömlun til boða innan háskólakerfisins. Það er vissulega jákvætt að slíkt nám sé í boði, en staðan í dag er samt mjög takmörkuð og í raun ekki í takt við þau réttindi sem fatlað fólk á að njóta samkvæmt lögum og samningum. Á málþinginu komu fram raddir sem bentu á að fötluðu fólki ætti ekki að vera ætlað eitt sérstakt „nám fyrir fatlaða“. Fólk er ólíkt og með ólíka hæfileika – og rétt eins og aðrir ætti það að geta valið sér nám út frá áhuga og styrkleikum. Diplómanámið eins og það er í dag er afmarkað og útilokar raunverulegan aðgang að fjölbreyttu háskólanámi. Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er aðili að, á fatlað fólk rétt á aðgengi að menntun án aðgreiningar. Þar segir skýrt að fatlað fólk eigi rétt á menntun á öllum skólastigum, með viðeigandi stuðningi og aðlögun. Það er því tímabært að við förum að spyrja: Af hverju er enn þá bara eitt nám í boði? Hvað hindrar það að fleiri námsleiðir séu aðgengilegar? Hvað þarf til svo að háskólarnir sjálfir taki virkan þátt í því að gera menntun aðgengilega fyrir alla? Við verðum að horfa lengra en bara að „bjóða eitthvað“ – við þurfum að tryggja raunverulegan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Diplómanámið getur verið góður kostur fyrir suma, en það má aldrei verða eini valkosturinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Góðvildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skóla- og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
11. apríl hélt Þroskahjálp málþing þar sem rætt var um svokallað Diplómanám Háskóla Íslands – eina formlega námsleiðin sem stendur fötluðu fólki með þroskahömlun til boða innan háskólakerfisins. Það er vissulega jákvætt að slíkt nám sé í boði, en staðan í dag er samt mjög takmörkuð og í raun ekki í takt við þau réttindi sem fatlað fólk á að njóta samkvæmt lögum og samningum. Á málþinginu komu fram raddir sem bentu á að fötluðu fólki ætti ekki að vera ætlað eitt sérstakt „nám fyrir fatlaða“. Fólk er ólíkt og með ólíka hæfileika – og rétt eins og aðrir ætti það að geta valið sér nám út frá áhuga og styrkleikum. Diplómanámið eins og það er í dag er afmarkað og útilokar raunverulegan aðgang að fjölbreyttu háskólanámi. Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er aðili að, á fatlað fólk rétt á aðgengi að menntun án aðgreiningar. Þar segir skýrt að fatlað fólk eigi rétt á menntun á öllum skólastigum, með viðeigandi stuðningi og aðlögun. Það er því tímabært að við förum að spyrja: Af hverju er enn þá bara eitt nám í boði? Hvað hindrar það að fleiri námsleiðir séu aðgengilegar? Hvað þarf til svo að háskólarnir sjálfir taki virkan þátt í því að gera menntun aðgengilega fyrir alla? Við verðum að horfa lengra en bara að „bjóða eitthvað“ – við þurfum að tryggja raunverulegan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Diplómanámið getur verið góður kostur fyrir suma, en það má aldrei verða eini valkosturinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Góðvildar.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar