Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. apríl 2025 11:45 Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun