Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 6. apríl 2025 22:01 Upptaka reglna ESB Þegar Alþingi samþykkti EES samninginn með 33/63 atkvæða 1993, var hann sagður stórkostlegur viðskiptasamningur.Sett var á stofn samráðsnefnd EES um tilskipanir og eftirlitsnefnd, ESA, um framkvæmd samningsins í EFTA löndunum, þetta fyrirkomulag, Tveggja stoða kerfið, (mynd) átti að tryggja jafnræði. Í tvo áratugi hefur ESB þrengt túlkun samningsins og nánast allt samráð horfið um upptöku regla í EES. Neitunarvald EFTA er óvirkt; að hafna reglum frá ESB felur í sér hótanir um uppnám samningsins. Um 80% regla EES koma aldrei fyrir Alþingi, einungis 20% koma fyrir Alþingi. Það er því verulegur ákvarðanahalli í upptöku reglna. Eftirlitsnefndin, ESA, er orðin tól og svipa framkvæmdarstjórnar ESB á EFTA löndin. Hægt og bítandi hefur eðli samningsins breyst með einhliða yfirlýsingu ESB að tiltekin svið falli undir EES samninginn sem færa vald til evrópskra stofnanna andstætt bókun 35. Bókun 35 Hljóðar svo:„Með eð samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins;og þar eð þessum markmiðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök greinVegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“ Framganga ESA Í nærri 20 ár, fram til 2013, var bókun 35 ekki ágreiningsefni þó tilefni hafi verið til þess af Íslands hálfu vegna valds til stofnanna ESB. En íslensk stjórnvöld og ESA hafa staðið í bréfaskriftum um túlkun á bókun 35 frá 2013. Upphaf málsins voru þrír Hæstaréttardómar á Íslandi sem ESA taldi ganga gegn innleiddum reglum. Ísland benti á að hafa innleitt efni bókunar 35 í 3 gr. EES-laga sinna: „Túlka skal samþykktir og reglugerðir, að svo miklu leyti sem við á, í samræmi við EES-samninginn og reglurnar sem þar eru settar“. ESA var ósátt við svör Íslands og hóf formlegt brotamál gegn Íslandi í desember 2017 vegna þessa. Í júní 2018 skipaði ríkisstjórnin vinnuhóp til að skoða lagaþætti málsins. Í bréfi til ESA í apríl 2020 svara stjórnvöld að málið sé til umræðu og vísar til áhyggja vegna stjórnarskrárárekstra. Stjórnvöld telji hægt sé að færa rök fyrir víðara sjónarhorni um bókun 35, en einungis því að breyta íslenskum EES-lögum. Þetta var undirstrikað í bréfi 3. júlí 2020 þar sem fjallað er um framsal valds og tengsl við stjórnarskrána.Íslensk stjórnvöld svöruðu ESA í september 2020 og „vísuðu til úrskurðar Evrópudómstólsins (C-493/17 Weiss), sem fjalli um mál er varði forgangsröðun stjórnarskrárinnar gagnvart ESB / EES löggjöf.“Íslensk stjórnvöld töldu óþarft að setja ákvæði í lög sem gætu gengið gegn stjórnarskránni. ESA sendi svarbréf 30. September 2020 og gaf Íslandi þriggja mánaða svarfrest ella fari málið fyrir EFTA dómstólinn. –Ný kynslóð embættismanna virðast túlka bókun 35 með allt öðrum hætti en við gerð samningsins, fyrri hluta bókunar 35 er grundvallarregla samningsins, þar kemur skýrt fram að aðildarríki EFTA framselji ekki löggjafarvald sitt til ESB, síðari hluti bókunarinnar er um að ef reglur EES og annarra settra laga rekist á,- þá er átt við lög sem giltu fyrir innleiðingu regla í EES-samningnum, -þá aðlagi ríkin þau lög ef við á.En 3 gr. samningsins tekur hins vegar á forgangi EES reglna um efni samningsins. Kúvending íslenskra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hurfu skyndilega 2022 frá fyrra sjónarmiði, um að málið varðaði efni stjórnarskrárinnar. Engar skýringar hafa verið gefnar hvers vegna, né af hverju málið var ekki leyst í sameiginlegu EES nefndinni sem er þó sá vettvangur á ráðherrastigi til að leysa deilur um efni samningsins.Þessi umræða um brot á bókun 35 er orðin mjög öfugsnúin m.v. innihald hennar og framganga ESA og hótun um með EFTA dómstólinn er ótrúleg, nema að um sé að ræða ranga túlkun eða þrýsting frá ESB sem er þá óskiljanlegur. Lítilsvirðing við Hæstarétt og stjórnarskrábrot Í skýrslu ráðherra með frumvarpi um bókunar 35 segir um ástæður þessarar kúvendingar: "Góðar og gildar ástæður stóðu til þess að gripið var til varna í málinu gagnvart ESA. Vonir stóðu einkum til þess að dómaframkvæmd myndi e.t.v. breytast svo ekki þyrfti að grípa til lagabreytinga. Sú hefur ekki orðið raunin." Í þessum orðum fellst algerlega óþörf uppgjöf íslenskra stjórnvalda og í raun afbökun á efni bókunar 35.Nú leggur ný ríkisstjórn hliðhöll ESB málið aftur fyrir Alþingi.Samþykki Alþingi þetta frumvarp að óþörfu munu reglur ESB ganga framar íslenskum lögum og EFTA dómstólinn rétthærri en Hæstiréttur, alveg öfugt við upprunalega tilurð bókunar 35, það skerðir innlent dómsvald og væri því brot á stjórnarskrá landsins. Það telja virtir lögspekingar. Niðurlæging Alþings yrði vart meiri. Hvernig gerist það að „Viðskiptasamningur“ sem gerður var 1993 hefur breyst í sjálfvirka löggjöf ESB á Íslandi? Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Upptaka reglna ESB Þegar Alþingi samþykkti EES samninginn með 33/63 atkvæða 1993, var hann sagður stórkostlegur viðskiptasamningur.Sett var á stofn samráðsnefnd EES um tilskipanir og eftirlitsnefnd, ESA, um framkvæmd samningsins í EFTA löndunum, þetta fyrirkomulag, Tveggja stoða kerfið, (mynd) átti að tryggja jafnræði. Í tvo áratugi hefur ESB þrengt túlkun samningsins og nánast allt samráð horfið um upptöku regla í EES. Neitunarvald EFTA er óvirkt; að hafna reglum frá ESB felur í sér hótanir um uppnám samningsins. Um 80% regla EES koma aldrei fyrir Alþingi, einungis 20% koma fyrir Alþingi. Það er því verulegur ákvarðanahalli í upptöku reglna. Eftirlitsnefndin, ESA, er orðin tól og svipa framkvæmdarstjórnar ESB á EFTA löndin. Hægt og bítandi hefur eðli samningsins breyst með einhliða yfirlýsingu ESB að tiltekin svið falli undir EES samninginn sem færa vald til evrópskra stofnanna andstætt bókun 35. Bókun 35 Hljóðar svo:„Með eð samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins;og þar eð þessum markmiðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök greinVegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“ Framganga ESA Í nærri 20 ár, fram til 2013, var bókun 35 ekki ágreiningsefni þó tilefni hafi verið til þess af Íslands hálfu vegna valds til stofnanna ESB. En íslensk stjórnvöld og ESA hafa staðið í bréfaskriftum um túlkun á bókun 35 frá 2013. Upphaf málsins voru þrír Hæstaréttardómar á Íslandi sem ESA taldi ganga gegn innleiddum reglum. Ísland benti á að hafa innleitt efni bókunar 35 í 3 gr. EES-laga sinna: „Túlka skal samþykktir og reglugerðir, að svo miklu leyti sem við á, í samræmi við EES-samninginn og reglurnar sem þar eru settar“. ESA var ósátt við svör Íslands og hóf formlegt brotamál gegn Íslandi í desember 2017 vegna þessa. Í júní 2018 skipaði ríkisstjórnin vinnuhóp til að skoða lagaþætti málsins. Í bréfi til ESA í apríl 2020 svara stjórnvöld að málið sé til umræðu og vísar til áhyggja vegna stjórnarskrárárekstra. Stjórnvöld telji hægt sé að færa rök fyrir víðara sjónarhorni um bókun 35, en einungis því að breyta íslenskum EES-lögum. Þetta var undirstrikað í bréfi 3. júlí 2020 þar sem fjallað er um framsal valds og tengsl við stjórnarskrána.Íslensk stjórnvöld svöruðu ESA í september 2020 og „vísuðu til úrskurðar Evrópudómstólsins (C-493/17 Weiss), sem fjalli um mál er varði forgangsröðun stjórnarskrárinnar gagnvart ESB / EES löggjöf.“Íslensk stjórnvöld töldu óþarft að setja ákvæði í lög sem gætu gengið gegn stjórnarskránni. ESA sendi svarbréf 30. September 2020 og gaf Íslandi þriggja mánaða svarfrest ella fari málið fyrir EFTA dómstólinn. –Ný kynslóð embættismanna virðast túlka bókun 35 með allt öðrum hætti en við gerð samningsins, fyrri hluta bókunar 35 er grundvallarregla samningsins, þar kemur skýrt fram að aðildarríki EFTA framselji ekki löggjafarvald sitt til ESB, síðari hluti bókunarinnar er um að ef reglur EES og annarra settra laga rekist á,- þá er átt við lög sem giltu fyrir innleiðingu regla í EES-samningnum, -þá aðlagi ríkin þau lög ef við á.En 3 gr. samningsins tekur hins vegar á forgangi EES reglna um efni samningsins. Kúvending íslenskra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hurfu skyndilega 2022 frá fyrra sjónarmiði, um að málið varðaði efni stjórnarskrárinnar. Engar skýringar hafa verið gefnar hvers vegna, né af hverju málið var ekki leyst í sameiginlegu EES nefndinni sem er þó sá vettvangur á ráðherrastigi til að leysa deilur um efni samningsins.Þessi umræða um brot á bókun 35 er orðin mjög öfugsnúin m.v. innihald hennar og framganga ESA og hótun um með EFTA dómstólinn er ótrúleg, nema að um sé að ræða ranga túlkun eða þrýsting frá ESB sem er þá óskiljanlegur. Lítilsvirðing við Hæstarétt og stjórnarskrábrot Í skýrslu ráðherra með frumvarpi um bókunar 35 segir um ástæður þessarar kúvendingar: "Góðar og gildar ástæður stóðu til þess að gripið var til varna í málinu gagnvart ESA. Vonir stóðu einkum til þess að dómaframkvæmd myndi e.t.v. breytast svo ekki þyrfti að grípa til lagabreytinga. Sú hefur ekki orðið raunin." Í þessum orðum fellst algerlega óþörf uppgjöf íslenskra stjórnvalda og í raun afbökun á efni bókunar 35.Nú leggur ný ríkisstjórn hliðhöll ESB málið aftur fyrir Alþingi.Samþykki Alþingi þetta frumvarp að óþörfu munu reglur ESB ganga framar íslenskum lögum og EFTA dómstólinn rétthærri en Hæstiréttur, alveg öfugt við upprunalega tilurð bókunar 35, það skerðir innlent dómsvald og væri því brot á stjórnarskrá landsins. Það telja virtir lögspekingar. Niðurlæging Alþings yrði vart meiri. Hvernig gerist það að „Viðskiptasamningur“ sem gerður var 1993 hefur breyst í sjálfvirka löggjöf ESB á Íslandi? Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar