Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:54 Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að leyfilegur hámarksfjöldi borgarfulltrúa verði 23, en ekki 31 eins og í núgildandi lögum. Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál á þingi árið 2015. Lagðar eru til breytingar á 11. grein sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í fimmta lið elleftu greinar er kveðið á um að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli vera 23-31 aðalmaður. Lagt er til að fimmti liður verði felldur brott og í staðinn muni fjórði töluliður orðast svo: „Þar sem íbúar eru fleiri en 50.000: 15-23 aðalmenn. Hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík í samanburði við Norðurlönd Fram kemur í greinargerð frumvarpsins í Reykjavík séu 5.900 íbúar á borgarfulltrúa. Í samanburði við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum sé hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn eru 11.600 íbúar á borgarfulltrúa, í Ósló eru 11.960 íbúar á borgarfulltrúa, í Stokkhólmi eru 9.740 íbúar á borgarfulltrúa og í Helsinki eru 7.740 íbúar á borgarfulltrúa. „Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú þegar orðnir 23 og hafa aldrei verið fleiri. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15 og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur.“ „Í Reykjavík eru allir borgarfulltrúar í fullu starfi og fyrsti varamaður fyrir hvern stjórnmálaflokk er einnig á fullum launum þótt lægri séu en laun borgarfulltrúa. Það má því segja að 31 kjörinn fulltrúi starfi á fullum launum við að sinna borgarmálum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það einkum borgarráðsfulltrúar sem eru í fullu starfi í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar eru í hlutastarfi og starfa gjarnan við annað samhliða.“ Miðflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Lagðar eru til breytingar á 11. grein sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í fimmta lið elleftu greinar er kveðið á um að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli vera 23-31 aðalmaður. Lagt er til að fimmti liður verði felldur brott og í staðinn muni fjórði töluliður orðast svo: „Þar sem íbúar eru fleiri en 50.000: 15-23 aðalmenn. Hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík í samanburði við Norðurlönd Fram kemur í greinargerð frumvarpsins í Reykjavík séu 5.900 íbúar á borgarfulltrúa. Í samanburði við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum sé hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn eru 11.600 íbúar á borgarfulltrúa, í Ósló eru 11.960 íbúar á borgarfulltrúa, í Stokkhólmi eru 9.740 íbúar á borgarfulltrúa og í Helsinki eru 7.740 íbúar á borgarfulltrúa. „Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú þegar orðnir 23 og hafa aldrei verið fleiri. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15 og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur.“ „Í Reykjavík eru allir borgarfulltrúar í fullu starfi og fyrsti varamaður fyrir hvern stjórnmálaflokk er einnig á fullum launum þótt lægri séu en laun borgarfulltrúa. Það má því segja að 31 kjörinn fulltrúi starfi á fullum launum við að sinna borgarmálum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það einkum borgarráðsfulltrúar sem eru í fullu starfi í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar eru í hlutastarfi og starfa gjarnan við annað samhliða.“
Miðflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira