Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:54 Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að leyfilegur hámarksfjöldi borgarfulltrúa verði 23, en ekki 31 eins og í núgildandi lögum. Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál á þingi árið 2015. Lagðar eru til breytingar á 11. grein sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í fimmta lið elleftu greinar er kveðið á um að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli vera 23-31 aðalmaður. Lagt er til að fimmti liður verði felldur brott og í staðinn muni fjórði töluliður orðast svo: „Þar sem íbúar eru fleiri en 50.000: 15-23 aðalmenn. Hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík í samanburði við Norðurlönd Fram kemur í greinargerð frumvarpsins í Reykjavík séu 5.900 íbúar á borgarfulltrúa. Í samanburði við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum sé hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn eru 11.600 íbúar á borgarfulltrúa, í Ósló eru 11.960 íbúar á borgarfulltrúa, í Stokkhólmi eru 9.740 íbúar á borgarfulltrúa og í Helsinki eru 7.740 íbúar á borgarfulltrúa. „Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú þegar orðnir 23 og hafa aldrei verið fleiri. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15 og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur.“ „Í Reykjavík eru allir borgarfulltrúar í fullu starfi og fyrsti varamaður fyrir hvern stjórnmálaflokk er einnig á fullum launum þótt lægri séu en laun borgarfulltrúa. Það má því segja að 31 kjörinn fulltrúi starfi á fullum launum við að sinna borgarmálum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það einkum borgarráðsfulltrúar sem eru í fullu starfi í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar eru í hlutastarfi og starfa gjarnan við annað samhliða.“ Miðflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Lagðar eru til breytingar á 11. grein sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í fimmta lið elleftu greinar er kveðið á um að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli vera 23-31 aðalmaður. Lagt er til að fimmti liður verði felldur brott og í staðinn muni fjórði töluliður orðast svo: „Þar sem íbúar eru fleiri en 50.000: 15-23 aðalmenn. Hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík í samanburði við Norðurlönd Fram kemur í greinargerð frumvarpsins í Reykjavík séu 5.900 íbúar á borgarfulltrúa. Í samanburði við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum sé hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn eru 11.600 íbúar á borgarfulltrúa, í Ósló eru 11.960 íbúar á borgarfulltrúa, í Stokkhólmi eru 9.740 íbúar á borgarfulltrúa og í Helsinki eru 7.740 íbúar á borgarfulltrúa. „Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú þegar orðnir 23 og hafa aldrei verið fleiri. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15 og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur.“ „Í Reykjavík eru allir borgarfulltrúar í fullu starfi og fyrsti varamaður fyrir hvern stjórnmálaflokk er einnig á fullum launum þótt lægri séu en laun borgarfulltrúa. Það má því segja að 31 kjörinn fulltrúi starfi á fullum launum við að sinna borgarmálum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það einkum borgarráðsfulltrúar sem eru í fullu starfi í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar eru í hlutastarfi og starfa gjarnan við annað samhliða.“
Miðflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent