TikTok hólpið í bili Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 19:49 Donald Trump hefur frestað fyrirhuguðu TikTok banni um að minnsta kosti 75 daga á meðan viðræður um mögulega sölu til Bandaríkjanna standa yfir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. „Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að samningi til þess að bjarga TikTok, og við höfum náð miklum árangri. Samningurinn þarfnast meiri vinnu ... þess vegna ætla ég að skrifa undir forsetatilskipun sem heldur TikTok gangandi í 75 daga til viðbótar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum. Þurfa að selja til Bandaríkjanna Lög sem voru til þess ætluð að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum áttu að taka gildi í janúar, en Trump frestaði gildistöku þeirra um 90 daga þegar hann tók við embætti forseta 20. janúar. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Youtube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum. Í gær var svo greint frá því að Amazon hefði gert tilboð í miðilinn. Í frétt New York Times sagði að Amazon hefði skilað tilboði í TikTok inn til J.D Vance, varaforseta BAndaríkjanna og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Haft var eftir heimildarmönnum að tilboðinu hefði ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Donald Trump segir að vonir standi til að viðræður við kínversk yfirvöld muni áfram ganga vel, þótt þau séu ekki ánægð með nýja tolla Bandaríkjamanna. Kínverskir eigendur miðilsins, Bytedance, hafa sagt hann ekki vera til sölu. Í síðustu viku sagði Trump að til greina kæmi að lækka tolla gagnvart Kína ef þeir myndu fallast á að selja TikTok. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill Bandaríkjanna með um 170 milljónir notenda. Færsla Trumps á Truth Social.Skjáskot TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Kína Bandaríkin Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
„Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að samningi til þess að bjarga TikTok, og við höfum náð miklum árangri. Samningurinn þarfnast meiri vinnu ... þess vegna ætla ég að skrifa undir forsetatilskipun sem heldur TikTok gangandi í 75 daga til viðbótar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum. Þurfa að selja til Bandaríkjanna Lög sem voru til þess ætluð að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum áttu að taka gildi í janúar, en Trump frestaði gildistöku þeirra um 90 daga þegar hann tók við embætti forseta 20. janúar. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Youtube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum. Í gær var svo greint frá því að Amazon hefði gert tilboð í miðilinn. Í frétt New York Times sagði að Amazon hefði skilað tilboði í TikTok inn til J.D Vance, varaforseta BAndaríkjanna og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Haft var eftir heimildarmönnum að tilboðinu hefði ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Donald Trump segir að vonir standi til að viðræður við kínversk yfirvöld muni áfram ganga vel, þótt þau séu ekki ánægð með nýja tolla Bandaríkjamanna. Kínverskir eigendur miðilsins, Bytedance, hafa sagt hann ekki vera til sölu. Í síðustu viku sagði Trump að til greina kæmi að lækka tolla gagnvart Kína ef þeir myndu fallast á að selja TikTok. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill Bandaríkjanna með um 170 milljónir notenda. Færsla Trumps á Truth Social.Skjáskot
TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Kína Bandaríkin Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41