Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar 4. apríl 2025 09:33 Núverandi lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 2017. Markmið þeirrar lagasetningar var að einfalda almannatryggingakerfið með því að sameina bótaflokka. Þannig var ellilífeyrir, sem hér eftir verður nefndur grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sett í einn bótaflokk. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram haustið 2016 voru öll frítekjumörk felld niður og allar tekjur skertar um 45 %, hvort sem um var að ræða lífeyrissjóðatekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Nefnd sú sem vann að þessari lagasmíð var fjölmenn og einkum skipuð aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í þessari fjölmennu nefnd átti Landsamband eldri borgara aðeins einn fulltrúa sem telja verður sérkennilegt þar sem lögin fjölluðu eingöngu um málefni eldri borgara þar sem að Öryrkjabandalag Íslands dró sig úr nefndarstörfum. Fjölmennasta og þróttmesta félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FEB, mótmælti harðlega þessum tillögum, sem að mati félagsins miðuðu í þá átt að gera Tryggingastofnun að eins konar fátæktarstofnun. Þess má geta að umrætt frumvarp og þar með lögin virtust bera keim af sérstakri vanþekkingu og hroðvirkni. Ekki verður séð að upplýsinga hafi verið aflað um almannatryggingar annars staðar, sérstaklega á Norðurlöndunum, en réttindagrunnur almennra lífeyrissjóðs verkafólks hér á landi var einmitt sniðinn að ATP kerfinu í Danmörku. Ekki voru skoðaðar tekjuskerðingar í löndum OECD ríkjanna, sem full þörf hefði verið að gera. Ein afdrifaríkustu mistökin voru þau að meðhöndla lífeyrissjóðagreiðslurnar með sama hætti og aðrar tekjur. Allt fram að hruni fjármálamarkaða 2008 skertu lífeyrissjóðatekjur ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Það var hins vegar gert tímabundið eftir hrun, en leiðrétt svo aftur. Þúsundir eftirlaunaþega misstu hins vegar grunnlífeyrinn í ársbyrjun 2017.Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir um almannatryggingar: „frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.“ . Hækkun frítekjumarka um hænufet er ekki lausn. Allt frá því að tekjutryggingin var tekin upp árið 1971 hefur það verið endalaus barátta verkalýðshreyfingarinnar að hækka frítekjumörkin. Með einu pennastriki voru síðan frítekjumörkin nær því alveg felld niður árið 2017. Sú þróun að hækka frítekjumark launa en skilja eftir frítekjumark lífeyrissjóðatekna er í hæsta lagi óeðlileg og ósanngjörn. Ef menn vilja tjasla eitthvað upp á almannatryggingakerfið væri fyrsta skrefið að hækka svo um munar frítekjumark lífeyrissjóðatekna. Hitt er svo annað mál og ætti að vera megin krafa Landsambands eldri borgara að fram fari heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að skipa sérstaka verkefnastjórn sem hefði það að megin verkefni að koma á réttlátu ellilífeyriskerfi. Sú verkefnastjórn á ekki að vera fjölmenn, en aðal atriðið er að hún verði skipuð kunnáttumönnum. Búum til réttlátt og sanngjarnt almannatryggingakerfi sem þarf ekki marga mánuði til að undirbúa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Núverandi lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 2017. Markmið þeirrar lagasetningar var að einfalda almannatryggingakerfið með því að sameina bótaflokka. Þannig var ellilífeyrir, sem hér eftir verður nefndur grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sett í einn bótaflokk. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram haustið 2016 voru öll frítekjumörk felld niður og allar tekjur skertar um 45 %, hvort sem um var að ræða lífeyrissjóðatekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Nefnd sú sem vann að þessari lagasmíð var fjölmenn og einkum skipuð aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í þessari fjölmennu nefnd átti Landsamband eldri borgara aðeins einn fulltrúa sem telja verður sérkennilegt þar sem lögin fjölluðu eingöngu um málefni eldri borgara þar sem að Öryrkjabandalag Íslands dró sig úr nefndarstörfum. Fjölmennasta og þróttmesta félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FEB, mótmælti harðlega þessum tillögum, sem að mati félagsins miðuðu í þá átt að gera Tryggingastofnun að eins konar fátæktarstofnun. Þess má geta að umrætt frumvarp og þar með lögin virtust bera keim af sérstakri vanþekkingu og hroðvirkni. Ekki verður séð að upplýsinga hafi verið aflað um almannatryggingar annars staðar, sérstaklega á Norðurlöndunum, en réttindagrunnur almennra lífeyrissjóðs verkafólks hér á landi var einmitt sniðinn að ATP kerfinu í Danmörku. Ekki voru skoðaðar tekjuskerðingar í löndum OECD ríkjanna, sem full þörf hefði verið að gera. Ein afdrifaríkustu mistökin voru þau að meðhöndla lífeyrissjóðagreiðslurnar með sama hætti og aðrar tekjur. Allt fram að hruni fjármálamarkaða 2008 skertu lífeyrissjóðatekjur ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Það var hins vegar gert tímabundið eftir hrun, en leiðrétt svo aftur. Þúsundir eftirlaunaþega misstu hins vegar grunnlífeyrinn í ársbyrjun 2017.Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir um almannatryggingar: „frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.“ . Hækkun frítekjumarka um hænufet er ekki lausn. Allt frá því að tekjutryggingin var tekin upp árið 1971 hefur það verið endalaus barátta verkalýðshreyfingarinnar að hækka frítekjumörkin. Með einu pennastriki voru síðan frítekjumörkin nær því alveg felld niður árið 2017. Sú þróun að hækka frítekjumark launa en skilja eftir frítekjumark lífeyrissjóðatekna er í hæsta lagi óeðlileg og ósanngjörn. Ef menn vilja tjasla eitthvað upp á almannatryggingakerfið væri fyrsta skrefið að hækka svo um munar frítekjumark lífeyrissjóðatekna. Hitt er svo annað mál og ætti að vera megin krafa Landsambands eldri borgara að fram fari heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að skipa sérstaka verkefnastjórn sem hefði það að megin verkefni að koma á réttlátu ellilífeyriskerfi. Sú verkefnastjórn á ekki að vera fjölmenn, en aðal atriðið er að hún verði skipuð kunnáttumönnum. Búum til réttlátt og sanngjarnt almannatryggingakerfi sem þarf ekki marga mánuði til að undirbúa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun