Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 2. apríl 2025 10:00 Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant. Slys sem koma mátti í veg fyrir Í fyrradag lést einstaklingur vegna grjóthruns úr Steinafjalli, hruns sem auðveldlega hefði verið hægt að verjast. Það er enda engin nýlunda að stórt grjót falli úr fjallinu og niður á veginn. Grjót sem venjulega er fjarlægt eins fljótt og hægt er af bændum í kring eða eftir atvikum Vegagerðinni. Málið stendur mér nærri en fyrir nokkrum árum klessti mamma mín á grjót sem fallið hafði úr fjallinu. Bíllinn eyðilagðist en mamma var heppinn, hún komst frá þessu ósködduð. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi eigi sér stað. Varnir við veginn strax Víða um land er að finna varnir við vegi sem liggja við skriður, svo sem við Hvalnesskriður. Brýnt er að settar verði upp varnir sem grípi grjótið áður en það lendir á veginum eða bílum sem keyra framhjá fjallinu. Um þessa leið aka mörg þúsund manns á degi hverjum, fólk sem sækir vinnu til Hvolsvallar eða Víkur, skutlar börnum í leikskóla og skólabílar sem fara þarna nokkrar ferðir á dag. Hvers vegna er ekki búið að koma upp vörnum? Hvers virði eru líf okkar? Vegirnir hringinn í kringum landið eru að þolmörkum komnir. Vegurinn um Holtsnúp er bæði mjór og liggur í dæld svo skyggnið er ekki alltaf frábært. Fyrir nokkrum árum var tekið til þess bragðs að lækka hámarkshraði lækkaður á veginum. Eftir að mamma klessti á grjótið voru sett upp blikkljós sem fengu að standa í um það bil mánuð. Slikt hið sama hefur verið gert núna, í kjölfar banaslyss. Þar að auki vaktaði Vegagerðin svæðið eftir slysið fram að kvöldmat og hefur ekki sést síðan. Ég spyr, hvers virði er líf okkar íbúa á svæðinu? Er virðið mælt í blikkandi keilum eða raunverulegum vörnum við veginn? Er það mælt í fjölda grjóthnullunga sem falla á veginn og fólk keyrir á? Varnir við vegin eiga ekki að fara í nefnd eða mat - heldur beint í framkvæmd, þetta gengur ekki lengur. Það má öllum vera orðið ljóst. Vegagerðin verður að svara fyrir aðgerðarleysi sitt og bregðast almennilega við. Blikkandi viðvörunarljós eru ekki nægjanleg. Undirrituð býr við Steinafjall á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum og er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Umferðaröryggi Rangárþing eystra Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant. Slys sem koma mátti í veg fyrir Í fyrradag lést einstaklingur vegna grjóthruns úr Steinafjalli, hruns sem auðveldlega hefði verið hægt að verjast. Það er enda engin nýlunda að stórt grjót falli úr fjallinu og niður á veginn. Grjót sem venjulega er fjarlægt eins fljótt og hægt er af bændum í kring eða eftir atvikum Vegagerðinni. Málið stendur mér nærri en fyrir nokkrum árum klessti mamma mín á grjót sem fallið hafði úr fjallinu. Bíllinn eyðilagðist en mamma var heppinn, hún komst frá þessu ósködduð. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi eigi sér stað. Varnir við veginn strax Víða um land er að finna varnir við vegi sem liggja við skriður, svo sem við Hvalnesskriður. Brýnt er að settar verði upp varnir sem grípi grjótið áður en það lendir á veginum eða bílum sem keyra framhjá fjallinu. Um þessa leið aka mörg þúsund manns á degi hverjum, fólk sem sækir vinnu til Hvolsvallar eða Víkur, skutlar börnum í leikskóla og skólabílar sem fara þarna nokkrar ferðir á dag. Hvers vegna er ekki búið að koma upp vörnum? Hvers virði eru líf okkar? Vegirnir hringinn í kringum landið eru að þolmörkum komnir. Vegurinn um Holtsnúp er bæði mjór og liggur í dæld svo skyggnið er ekki alltaf frábært. Fyrir nokkrum árum var tekið til þess bragðs að lækka hámarkshraði lækkaður á veginum. Eftir að mamma klessti á grjótið voru sett upp blikkljós sem fengu að standa í um það bil mánuð. Slikt hið sama hefur verið gert núna, í kjölfar banaslyss. Þar að auki vaktaði Vegagerðin svæðið eftir slysið fram að kvöldmat og hefur ekki sést síðan. Ég spyr, hvers virði er líf okkar íbúa á svæðinu? Er virðið mælt í blikkandi keilum eða raunverulegum vörnum við veginn? Er það mælt í fjölda grjóthnullunga sem falla á veginn og fólk keyrir á? Varnir við vegin eiga ekki að fara í nefnd eða mat - heldur beint í framkvæmd, þetta gengur ekki lengur. Það má öllum vera orðið ljóst. Vegagerðin verður að svara fyrir aðgerðarleysi sitt og bregðast almennilega við. Blikkandi viðvörunarljós eru ekki nægjanleg. Undirrituð býr við Steinafjall á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum og er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun