Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar 1. apríl 2025 14:00 Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri. Þegar ráðherra efast opinberlega um fagmennsku skólameistara án staðfestra upplýsinga eða formlegrar málsmeðferðar, er ekki aðeins vegið að einstaklingi heldur trausti til skólasamfélagsins í heild. Það hefur áhrif langt út fyrir einstaka skóla – á allt menntakerfið og þá menningu sem við viljum rækta í samskiptum við börn, foreldra og starfsfólk. Samhliða þessari umræðu hefur fjármálaáætlun mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrir árin 2026–2030 verið kynnt, þar sem gert er ráð fyrir lækkun útgjaldaramma framhaldsskólastigsins um 2,5 milljarða króna. Þetta gerist á sama tíma og sett eru háleit markmið um að efla starfsnám, bæta íslenskukennslu, styðja betur við fjölbreytta nemendahópa og fjölga útskrifuðum nemendum. Framhaldsskólar landsins takast nú þegar á við sífellt flóknari verkefni. Þeir sinna fjölbreyttum nemendahópi, innleiða nýjar námsbrautir og vinna markvisst að inngildingu, jöfnuði og vellíðan nemenda. Í slíku samhengi er niðurskurður ekki einfalt hagræðingarmál heldur þróun sem getur ógnað bæði gæðum náms og starfsumhverfi innan skólanna. Við skólameistarar erum tilbúin til að leiða umbætur og þróun. En það verður að byggja á traustu og áreiðanlegu rekstrarumhverfi, trúnaði og gagnkvæmri virðingu. Þegar dregið er úr fjármögnun og forystufólk í skólum verður fyrir opinberum ásökunum án málsmeðferðar, sendir það röng skilaboð – bæði til þeirra sem starfa innan skólanna og þeirra sem treysta þeim til verksins. Við köllum eftir því að markmið menntastefnunnar verði studd af raunhæfum fjárframlögum og yfirvegaðri umræðu. Aðeins þannig getum við byggt framtíðarmenntun sem hvílir á fagmennsku, trausti og stöðugleika – fyrir nemendur, kennara og þá framtíð sem við byggjum saman. Höfundur er formaður Skólameistarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri. Þegar ráðherra efast opinberlega um fagmennsku skólameistara án staðfestra upplýsinga eða formlegrar málsmeðferðar, er ekki aðeins vegið að einstaklingi heldur trausti til skólasamfélagsins í heild. Það hefur áhrif langt út fyrir einstaka skóla – á allt menntakerfið og þá menningu sem við viljum rækta í samskiptum við börn, foreldra og starfsfólk. Samhliða þessari umræðu hefur fjármálaáætlun mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrir árin 2026–2030 verið kynnt, þar sem gert er ráð fyrir lækkun útgjaldaramma framhaldsskólastigsins um 2,5 milljarða króna. Þetta gerist á sama tíma og sett eru háleit markmið um að efla starfsnám, bæta íslenskukennslu, styðja betur við fjölbreytta nemendahópa og fjölga útskrifuðum nemendum. Framhaldsskólar landsins takast nú þegar á við sífellt flóknari verkefni. Þeir sinna fjölbreyttum nemendahópi, innleiða nýjar námsbrautir og vinna markvisst að inngildingu, jöfnuði og vellíðan nemenda. Í slíku samhengi er niðurskurður ekki einfalt hagræðingarmál heldur þróun sem getur ógnað bæði gæðum náms og starfsumhverfi innan skólanna. Við skólameistarar erum tilbúin til að leiða umbætur og þróun. En það verður að byggja á traustu og áreiðanlegu rekstrarumhverfi, trúnaði og gagnkvæmri virðingu. Þegar dregið er úr fjármögnun og forystufólk í skólum verður fyrir opinberum ásökunum án málsmeðferðar, sendir það röng skilaboð – bæði til þeirra sem starfa innan skólanna og þeirra sem treysta þeim til verksins. Við köllum eftir því að markmið menntastefnunnar verði studd af raunhæfum fjárframlögum og yfirvegaðri umræðu. Aðeins þannig getum við byggt framtíðarmenntun sem hvílir á fagmennsku, trausti og stöðugleika – fyrir nemendur, kennara og þá framtíð sem við byggjum saman. Höfundur er formaður Skólameistarafélags Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun