Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 19:35 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira