Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir og Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifa 31. mars 2025 08:31 „Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Próftímabil háskólans á það sameiginlegt með hinu íslenska sumri að vera allt of stutt. Á tæpum tveimur vikum þurfa stúdentar að taka lokapróf í allt að sex áföngum. Það er því ljóst að lokaprófin eru gríðarlegur álagspunktur á námsleið stúdenta. Fall á lokaprófi innan sálfræðideildar getur haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda þar sem eina úrræðið er að endurtaka áfangann ári seinna, eitthvað sem seinkar útskrift a.m.k. um eitt ár. Endurtektarpróf eru til staðar í flestum deildum háskólans, bæði á heilbrigðisvísindasviði ásamt hinum fræðasviðunum. Það er kominn tími til að jafnræði gildi þvert yfir háskólann. Nemar í sálfræði eiga rétt á endurtektarprófum. Tækifæri til breytinga Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið að tryggja jafnrétti allra til náms og tryggja jafnræði meðal deilda. Þar á meðal að tryggja öllum aðgengi að endurtektarprófum. Á stúdentaráðsfundi 5. mars 2024 lagði stúdentaráðsliði Rösvku fram tillögu um að taka undir ályktun um endurtektarpróf á heilbrigðisvísindi. Ári seinna, með Röskvu í minnihluta, hefur ekkert breyst. Ljóst er að það þarf öflugan málsvara í stúdentráði til þess að ná fram breytingum. Röskva er sá málsvari. Dæmi um afrek Röskvu í þessum málum er endurtektarpróf á félagsvísindasviði. Árið 2021 var lögð fram tillaga þess efnis að Stúdentaráð og fulltrúar stúdenta í háskólaráði myndi beita sér fyrir því að endurtektarpróf haustannar yrðu haldin í janúar í stað maí. Þetta tókst og undanfarin ár hafa endurtektarpróf verið haldin í janúar. Þessari baráttu þarf að halda áfram. Nýlega voru rektorskjör við háskólann og í því liggur tækifæri. Tækifæri sem við ætlum að nýta. Við í Röskvu höfum þegar átt samtöl við Silju Báru og hún hefur lýst sig reiðubúna til þess hefja samræður um endurtektarpróf við sálfræði- og lyfjafræðideild. Þetta yrði gífurlega mikilvægt skref í átt að jafnræði í háskólanum og er eitt af helstu málefnum Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Jafnræði meðal deilda Það er óásættanlegt að aðeins ákveðnar deildir við Háskóla Íslands hafi aðgang að endurtektarprófum. Röskva vill tryggja jafnræði meðal nemenda, óháð því hvaða deild þeir tilheyra. Þegar Röskva hefur haft meirihluta innan heilbrigðisvísindasviðs hefur hreyfingin náð raunverulegum árangri – við börðumst fyrir stærri Hámu á Læknagarði, við þrýstum á að Háskóli Ísland myndi hætta að tanngreina hælisleitendur, tryggðum hinseginfræðslu þvert á deildir og komum sjálfsala fyrir í Stapa. Nú er komið að því að tryggja endurtektarpróf í sálfræði- og lyfjafræðideild. Grunnstoðir að þessu verkefni hafa nú þegar verið lagðar með samtali okkar við rektorsframbjóðendur og nú þurfum við að halda áfram á þessari vegferð í gegnum stúdentaráð og sviðsráð Háskóla Íslands. Röskva vinnur þrautalaust að hagsmunum stúdenta. Andleg heilsa stúdenta Einnig lagði ég fram tillögu með forseta Röskvu, Mathiasi Braga, um að greiða aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan Röskva var í meirihluta störfuðu fjórir sálfræðingar við nemendaþjónustuna – nú eru þeir aðeins 1,5 stöðugildi. Markmið okkar er að tryggja að 1 sálfræðingur sé til staðar fyrir hverja 1000 nemendur, eða 15 alls. Við náðum einnig í gegn á starfsárinu að SHÍ framkvæmi stöðumat á líðan nemenda á þriggja ára fresti til að afla áreiðanlegra gagna til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fjármagn. Núverandi meirihluti stúdentaráðs samþykkti tillögurnar okkar. Jafnt verkefnaálag Nú á önninni mættu sálfræðinemar á 2. ári þéttu prófa- og verkefnaálagi þar sem kennararnir virðast ekki hafa átt í neinum samtölum sín á milli áður en kennsluáætlun var birt. Þetta er ekki einsdæmi, og því lagði ég fram tillögu um að SHÍ ætti að beita sér fyrir betra skipulagi innan deilda. Samræmi þarf að vera í prófa- og verkefnaáætlunum, og kennarar innan deilda skulu hafa samráð til að koma í veg fyrir ójafnt skipulag sem bitnar á námsárangri og samkeppnishæfni nemenda. Hvað gerum við næst? Röskva mun áfram beita sér fyrir því að endurtektarpróf verði í boði fyrir alla nemendur HÍ. Við munum sérstaklega beita okkur fyrir 80% þaki á lokapróf á heilbrigðisvísindasviði og fá betri úrlausn fyrir bílastæðavandann. Baráttan fyrir jöfnuði í menntakerfinu heldur áfram – og við höfum sýnt það í verki að við þrýstum með árangursríkum hætti! Tryggjum öfluga forystu sem tekur hlutverki SHÍ alvarlega. Kjósum Röskvu á Uglunni 2-3. apríl fyrir raunverulegt þrýstiafl sem tryggir stúdentum betri kjör. Höfundar eru oddviti og varamaður á framboðslista Röskvu fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Próftímabil háskólans á það sameiginlegt með hinu íslenska sumri að vera allt of stutt. Á tæpum tveimur vikum þurfa stúdentar að taka lokapróf í allt að sex áföngum. Það er því ljóst að lokaprófin eru gríðarlegur álagspunktur á námsleið stúdenta. Fall á lokaprófi innan sálfræðideildar getur haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda þar sem eina úrræðið er að endurtaka áfangann ári seinna, eitthvað sem seinkar útskrift a.m.k. um eitt ár. Endurtektarpróf eru til staðar í flestum deildum háskólans, bæði á heilbrigðisvísindasviði ásamt hinum fræðasviðunum. Það er kominn tími til að jafnræði gildi þvert yfir háskólann. Nemar í sálfræði eiga rétt á endurtektarprófum. Tækifæri til breytinga Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið að tryggja jafnrétti allra til náms og tryggja jafnræði meðal deilda. Þar á meðal að tryggja öllum aðgengi að endurtektarprófum. Á stúdentaráðsfundi 5. mars 2024 lagði stúdentaráðsliði Rösvku fram tillögu um að taka undir ályktun um endurtektarpróf á heilbrigðisvísindi. Ári seinna, með Röskvu í minnihluta, hefur ekkert breyst. Ljóst er að það þarf öflugan málsvara í stúdentráði til þess að ná fram breytingum. Röskva er sá málsvari. Dæmi um afrek Röskvu í þessum málum er endurtektarpróf á félagsvísindasviði. Árið 2021 var lögð fram tillaga þess efnis að Stúdentaráð og fulltrúar stúdenta í háskólaráði myndi beita sér fyrir því að endurtektarpróf haustannar yrðu haldin í janúar í stað maí. Þetta tókst og undanfarin ár hafa endurtektarpróf verið haldin í janúar. Þessari baráttu þarf að halda áfram. Nýlega voru rektorskjör við háskólann og í því liggur tækifæri. Tækifæri sem við ætlum að nýta. Við í Röskvu höfum þegar átt samtöl við Silju Báru og hún hefur lýst sig reiðubúna til þess hefja samræður um endurtektarpróf við sálfræði- og lyfjafræðideild. Þetta yrði gífurlega mikilvægt skref í átt að jafnræði í háskólanum og er eitt af helstu málefnum Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Jafnræði meðal deilda Það er óásættanlegt að aðeins ákveðnar deildir við Háskóla Íslands hafi aðgang að endurtektarprófum. Röskva vill tryggja jafnræði meðal nemenda, óháð því hvaða deild þeir tilheyra. Þegar Röskva hefur haft meirihluta innan heilbrigðisvísindasviðs hefur hreyfingin náð raunverulegum árangri – við börðumst fyrir stærri Hámu á Læknagarði, við þrýstum á að Háskóli Ísland myndi hætta að tanngreina hælisleitendur, tryggðum hinseginfræðslu þvert á deildir og komum sjálfsala fyrir í Stapa. Nú er komið að því að tryggja endurtektarpróf í sálfræði- og lyfjafræðideild. Grunnstoðir að þessu verkefni hafa nú þegar verið lagðar með samtali okkar við rektorsframbjóðendur og nú þurfum við að halda áfram á þessari vegferð í gegnum stúdentaráð og sviðsráð Háskóla Íslands. Röskva vinnur þrautalaust að hagsmunum stúdenta. Andleg heilsa stúdenta Einnig lagði ég fram tillögu með forseta Röskvu, Mathiasi Braga, um að greiða aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan Röskva var í meirihluta störfuðu fjórir sálfræðingar við nemendaþjónustuna – nú eru þeir aðeins 1,5 stöðugildi. Markmið okkar er að tryggja að 1 sálfræðingur sé til staðar fyrir hverja 1000 nemendur, eða 15 alls. Við náðum einnig í gegn á starfsárinu að SHÍ framkvæmi stöðumat á líðan nemenda á þriggja ára fresti til að afla áreiðanlegra gagna til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fjármagn. Núverandi meirihluti stúdentaráðs samþykkti tillögurnar okkar. Jafnt verkefnaálag Nú á önninni mættu sálfræðinemar á 2. ári þéttu prófa- og verkefnaálagi þar sem kennararnir virðast ekki hafa átt í neinum samtölum sín á milli áður en kennsluáætlun var birt. Þetta er ekki einsdæmi, og því lagði ég fram tillögu um að SHÍ ætti að beita sér fyrir betra skipulagi innan deilda. Samræmi þarf að vera í prófa- og verkefnaáætlunum, og kennarar innan deilda skulu hafa samráð til að koma í veg fyrir ójafnt skipulag sem bitnar á námsárangri og samkeppnishæfni nemenda. Hvað gerum við næst? Röskva mun áfram beita sér fyrir því að endurtektarpróf verði í boði fyrir alla nemendur HÍ. Við munum sérstaklega beita okkur fyrir 80% þaki á lokapróf á heilbrigðisvísindasviði og fá betri úrlausn fyrir bílastæðavandann. Baráttan fyrir jöfnuði í menntakerfinu heldur áfram – og við höfum sýnt það í verki að við þrýstum með árangursríkum hætti! Tryggjum öfluga forystu sem tekur hlutverki SHÍ alvarlega. Kjósum Röskvu á Uglunni 2-3. apríl fyrir raunverulegt þrýstiafl sem tryggir stúdentum betri kjör. Höfundar eru oddviti og varamaður á framboðslista Röskvu fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun