Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 29. mars 2025 18:02 Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun