Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 08:30 Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar