Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar 27. mars 2025 13:33 Á síðustu misserum hefur margt verið sagt um geðheilbrigðismál hér á landi, en hugmyndirnar eru fleiri en raunverulegar aðgerðir. Gögnin sem liggja fyrir í umfjöllun síðasta árs sýna að afleiðingar af ónógri þjónustu og úrræðaleysi í geðheilbrigðiskerfinu eru kostnaðarsamar, sársaukafullar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Þau átakanlegu andlát, morð og slys sem rekja má beint eða óbeint til vanrækslu í geðheilbrigðismálum ættu að duga ein og sér sem röksemd fyrir auknu framlagi í málaflokkinn. Eitt atvik af þessu tagi er einu of mikið. Það er óásættanlegt að fólk þurfi að flýja eigin heimili vegna geðveikra nágranna sem engin úrræði fá til að hjálpa. Eða að fjölskyldur þurfi að óttast um öryggi sitt og ástvina sinna þegar einstaklingar í geðrofi ráfa ráðvilltir um hús og götur bæjarins. Í slíkum tilvikum er augljóst að uppbygging geðheilbrigðiskerfisins hefur ekki fylgt raunverulegum þörfum samfélagsins. Fjölskyldur eða vinir hafa lýst þeim hryllingi að reyna ítrekað að leita hjálpar fyrir einstaklinga sem eru alvarlega veikir, en fá litla sem enga hjálp. Þá er of seint að bregðast við þegar upp kemur hörmulegt atvik, hvort sem er voðaskot, sjálfsvíg eða banvæn líkamsárás. Geðheilbrigði er fjárfesting Það þarf að líta á geðheilbrigðismál sem hluta af fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Raunin er sú að langvarandi mannekla, ónóg úrræði og skortur á sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu veldur samfélaginu miklum kostnaði til lengri tíma litið. Þegar einstaklingar fá ekki viðeigandi greiningu, lyfjameðferð eða meðferðartíma í tæka tíð, getur ástandið versnað með átakanlegum afleiðingum. Þjónustan verður kostnaðarsamari síðar og afleiðingar verða bráðinnlagnir og neyðartilfelli hjá lögreglu og í versta falli ofbeldi, banvæn atvik eða sjálfsvíg. Með rétt tímasettu inngripi mætti draga úr kostnaði til lengri tíma. Geðheilbrigðisþjónusta sem veitt er snemma, og er jafnframt alvöru, heildstæð þjónusta, getur komið í veg fyrir að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði eða fari á örorku. Slíkur sparnaður er raunverulegur og margfalt meiri en sá kostnaður sem fylgir uppbyggingu á þjónustunni. Líta ber á fjárframlag til geðheilbrigðismála sem uppbyggingu innviða sem skila arði til samfélagsins, bæði með betri heilsu fólks, minnkuðu álagi á aðrar stofnanir ríkis og sveitarfélaga og auknu öryggi fyrir almenning. Rándýrt að hundsa vandann Óumdeilt er að kostnaðurinn við að hunsa geðheilbrigðismál er mikill: Félagslegur kostnaður - Fjölskyldur, vinir, vinnustaðir og samfélagið í heild þurfa að takast á við afleiðingarnar þegar einstaklingur fær ekki rétta aðstoð. Efnahagslegur kostnaður - Tekjutap og aukinn útgjöld ríkissjóðs vegna bótakerfa, kostnaður vegna lögregluútkalla, bráðaþjónustu, dómstóla og fangelsisvistar. Heilbrigðiskerfið sjálft - Þegar líkamleg og andleg heilsa er ræktuð samhliða, skilar það bestum árangri. Sé andlegri heilsu ekki sinnt, eykst álag á lyfjakostnað, heilsugæslu og sjúkrahús. Mannlegur harmleikur - Átakanleg andlát, ofbeldi, ótti og sorg eru óbætanleg. Hvert einasta lífshættulega atvik eða banvæn útkoma, hefði mögulega mátt koma í veg fyrir með markvissum og samstilltum úrræðum. Loforð stjórnvalda – verða að standast prófið Stjórnmálaflokkarnir sem nú sitja í ríkisstjórn hafa margoft talað fyrir bættum geðheilbrigði, úrræðum og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur skýrt fram að heilbrigðisþjónustu þurfi að efla, og að áhersla verði lögð á geðheilbrigðismál. Ljóst er að forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun verður bein afleiðing af því hvort ríkisstjórnin standi við orð sín, eða hvort enn einu sinni verði boðið upp á orð en ekki efndir. Í nýrri fjármálaáætlun mun koma í ljós hvort stjórnvöld meini það sem þau hafa sagt. Þegar litið er til þess kostnaður hlýst af vanrækslunni, ætti að vera augljóst að aukin fjárveiting í þennan málaflokk er hagkvæm. Þá snýst þetta ekki síður um trúverðugleika stjórnvalda, því ef orð og efndir fara ekki saman, er það bein gjaldfelling á eigin stefnumörkun og trausti almennings til stjórnmálanna. Fimm skref sem brýnt er að taka: Auka framlög til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu - Sérstaklega til geðdeilda, bráðaþjónustu, sálfræðinga á heilsugæslum og göngudeilda. Afleiðingin er styttri biðlistar, skýrari farvegir og markviss inngrip. Efla sjálfstæða heilsugæslu og þjónustu í nærumhverfi - Heilsugæsla, skólar, félagsþjónusta og fleiri geta starfað saman að snemmtækum úrræðum. Með því móti fækkar alvarlegum tilfellum sem annars enda á bráða- eða neyðarþjónustu. Skapa samfellu í þjónustu - Ítrekað eru sögur af einstaklingum sem sleppa sjálfir úr meðferð eða eru útskrifaðir án eftirfylgni. Þetta sýnir þörfina á samræmdri heildarlausn, þar sem áframhaldandi stuðningur er tryggður á milli þjónustustiga. Tryggja nægt starfsfólk og mannskap - Stærsta áskorunin er oft ekki fjárfesting í byggingum eða tækjabúnaði, heldur er það mannauðurinn. Það er ekki hægt að veita fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu án heilbrigðisstarfsfólks og annarra fagaðila sem vilja starfa innan kerfisins, og hafa tíma og tækifæri til að sinna fólki. Leggja áherslu á rannsóknir og nýsköpun -Taka þarf upplýstar ákvarðanir um hvernig best sé að veita geðheilbrigðisþjónustu út frá gögnum og rannsóknum. Hvatning til nýsköpunar, þar á meðal notkun fjarheilbrigðisþjónustu og stafrænna lausna, getur stytt biðlista og gert þjónustu aðgengilegri. Ný fjármálaáætlun sem prófsteinn á samfélagsábyrgð Geðheilbrigðismál eru ekki aukaatriði í heilbrigðiskerfinu heldur kjarni vellíðanar, öryggis og árangurs. Einstakur harmleikur endurspeglar aðgerðarleysi stjórnvalda á undanförnum árum, en það er alls ekki nóg að harma slysin eftir á. Hið brýna er að bregðast við áður en fleira hræðilegt gerast. Á Íslandi er fullt af hugmyndaríku og duglegu fólki, en það skiptir engu máli ef börn, ungmenni og fullorðnir með geðraskanir fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa. Fólk sem býr við alvarleg geðvandamál er ekki óvinur samfélagsins, heldur fólk sem þarf hjálp, rétt eins og hver annar sjúklingur. Að hafna eðlilegum úrræðum fyrir langveika einstaklinga, hvort sem sjúkdómurinn er andlegur eða líkamlegur, er ólíðandi í velferðarsamfélagi. Nú reynir á ríkisstjórnina að efna loforð stjórnarsáttmálans og standa vörð um traust almennings. Allt annað en raunveruleg efndir er þjóðarskömm. Það eru engin rök fyrir að vanrækja málaflokkinn lengur, tölurnar tala sínu máli, mannlegir harmleikir eru staðreyndir og hagfræðilegur raunveruleiki skýrir að sparnaður felst í forvörnum fremur en eftirsjá. Nú er boltinn hjá stjórnvöldum. Það sem eftir stendur er hvort þau axli ábyrgðina, leggi fram nægilegt fjármagn og fylgi eigin stefnu. Annað er óverjandi, og gerir lítið annað en að grafa undan trúverðugleika þeirra í augum almennings. Að missa af þessu tækifæri til að snúa við blaðinu er ekki aðeins glapræði fjárhagslega heldur einnig grimmileg afneitun á grundvallarrétti fólks til öryggis og velferðar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur margt verið sagt um geðheilbrigðismál hér á landi, en hugmyndirnar eru fleiri en raunverulegar aðgerðir. Gögnin sem liggja fyrir í umfjöllun síðasta árs sýna að afleiðingar af ónógri þjónustu og úrræðaleysi í geðheilbrigðiskerfinu eru kostnaðarsamar, sársaukafullar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Þau átakanlegu andlát, morð og slys sem rekja má beint eða óbeint til vanrækslu í geðheilbrigðismálum ættu að duga ein og sér sem röksemd fyrir auknu framlagi í málaflokkinn. Eitt atvik af þessu tagi er einu of mikið. Það er óásættanlegt að fólk þurfi að flýja eigin heimili vegna geðveikra nágranna sem engin úrræði fá til að hjálpa. Eða að fjölskyldur þurfi að óttast um öryggi sitt og ástvina sinna þegar einstaklingar í geðrofi ráfa ráðvilltir um hús og götur bæjarins. Í slíkum tilvikum er augljóst að uppbygging geðheilbrigðiskerfisins hefur ekki fylgt raunverulegum þörfum samfélagsins. Fjölskyldur eða vinir hafa lýst þeim hryllingi að reyna ítrekað að leita hjálpar fyrir einstaklinga sem eru alvarlega veikir, en fá litla sem enga hjálp. Þá er of seint að bregðast við þegar upp kemur hörmulegt atvik, hvort sem er voðaskot, sjálfsvíg eða banvæn líkamsárás. Geðheilbrigði er fjárfesting Það þarf að líta á geðheilbrigðismál sem hluta af fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Raunin er sú að langvarandi mannekla, ónóg úrræði og skortur á sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu veldur samfélaginu miklum kostnaði til lengri tíma litið. Þegar einstaklingar fá ekki viðeigandi greiningu, lyfjameðferð eða meðferðartíma í tæka tíð, getur ástandið versnað með átakanlegum afleiðingum. Þjónustan verður kostnaðarsamari síðar og afleiðingar verða bráðinnlagnir og neyðartilfelli hjá lögreglu og í versta falli ofbeldi, banvæn atvik eða sjálfsvíg. Með rétt tímasettu inngripi mætti draga úr kostnaði til lengri tíma. Geðheilbrigðisþjónusta sem veitt er snemma, og er jafnframt alvöru, heildstæð þjónusta, getur komið í veg fyrir að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði eða fari á örorku. Slíkur sparnaður er raunverulegur og margfalt meiri en sá kostnaður sem fylgir uppbyggingu á þjónustunni. Líta ber á fjárframlag til geðheilbrigðismála sem uppbyggingu innviða sem skila arði til samfélagsins, bæði með betri heilsu fólks, minnkuðu álagi á aðrar stofnanir ríkis og sveitarfélaga og auknu öryggi fyrir almenning. Rándýrt að hundsa vandann Óumdeilt er að kostnaðurinn við að hunsa geðheilbrigðismál er mikill: Félagslegur kostnaður - Fjölskyldur, vinir, vinnustaðir og samfélagið í heild þurfa að takast á við afleiðingarnar þegar einstaklingur fær ekki rétta aðstoð. Efnahagslegur kostnaður - Tekjutap og aukinn útgjöld ríkissjóðs vegna bótakerfa, kostnaður vegna lögregluútkalla, bráðaþjónustu, dómstóla og fangelsisvistar. Heilbrigðiskerfið sjálft - Þegar líkamleg og andleg heilsa er ræktuð samhliða, skilar það bestum árangri. Sé andlegri heilsu ekki sinnt, eykst álag á lyfjakostnað, heilsugæslu og sjúkrahús. Mannlegur harmleikur - Átakanleg andlát, ofbeldi, ótti og sorg eru óbætanleg. Hvert einasta lífshættulega atvik eða banvæn útkoma, hefði mögulega mátt koma í veg fyrir með markvissum og samstilltum úrræðum. Loforð stjórnvalda – verða að standast prófið Stjórnmálaflokkarnir sem nú sitja í ríkisstjórn hafa margoft talað fyrir bættum geðheilbrigði, úrræðum og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur skýrt fram að heilbrigðisþjónustu þurfi að efla, og að áhersla verði lögð á geðheilbrigðismál. Ljóst er að forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun verður bein afleiðing af því hvort ríkisstjórnin standi við orð sín, eða hvort enn einu sinni verði boðið upp á orð en ekki efndir. Í nýrri fjármálaáætlun mun koma í ljós hvort stjórnvöld meini það sem þau hafa sagt. Þegar litið er til þess kostnaður hlýst af vanrækslunni, ætti að vera augljóst að aukin fjárveiting í þennan málaflokk er hagkvæm. Þá snýst þetta ekki síður um trúverðugleika stjórnvalda, því ef orð og efndir fara ekki saman, er það bein gjaldfelling á eigin stefnumörkun og trausti almennings til stjórnmálanna. Fimm skref sem brýnt er að taka: Auka framlög til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu - Sérstaklega til geðdeilda, bráðaþjónustu, sálfræðinga á heilsugæslum og göngudeilda. Afleiðingin er styttri biðlistar, skýrari farvegir og markviss inngrip. Efla sjálfstæða heilsugæslu og þjónustu í nærumhverfi - Heilsugæsla, skólar, félagsþjónusta og fleiri geta starfað saman að snemmtækum úrræðum. Með því móti fækkar alvarlegum tilfellum sem annars enda á bráða- eða neyðarþjónustu. Skapa samfellu í þjónustu - Ítrekað eru sögur af einstaklingum sem sleppa sjálfir úr meðferð eða eru útskrifaðir án eftirfylgni. Þetta sýnir þörfina á samræmdri heildarlausn, þar sem áframhaldandi stuðningur er tryggður á milli þjónustustiga. Tryggja nægt starfsfólk og mannskap - Stærsta áskorunin er oft ekki fjárfesting í byggingum eða tækjabúnaði, heldur er það mannauðurinn. Það er ekki hægt að veita fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu án heilbrigðisstarfsfólks og annarra fagaðila sem vilja starfa innan kerfisins, og hafa tíma og tækifæri til að sinna fólki. Leggja áherslu á rannsóknir og nýsköpun -Taka þarf upplýstar ákvarðanir um hvernig best sé að veita geðheilbrigðisþjónustu út frá gögnum og rannsóknum. Hvatning til nýsköpunar, þar á meðal notkun fjarheilbrigðisþjónustu og stafrænna lausna, getur stytt biðlista og gert þjónustu aðgengilegri. Ný fjármálaáætlun sem prófsteinn á samfélagsábyrgð Geðheilbrigðismál eru ekki aukaatriði í heilbrigðiskerfinu heldur kjarni vellíðanar, öryggis og árangurs. Einstakur harmleikur endurspeglar aðgerðarleysi stjórnvalda á undanförnum árum, en það er alls ekki nóg að harma slysin eftir á. Hið brýna er að bregðast við áður en fleira hræðilegt gerast. Á Íslandi er fullt af hugmyndaríku og duglegu fólki, en það skiptir engu máli ef börn, ungmenni og fullorðnir með geðraskanir fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa. Fólk sem býr við alvarleg geðvandamál er ekki óvinur samfélagsins, heldur fólk sem þarf hjálp, rétt eins og hver annar sjúklingur. Að hafna eðlilegum úrræðum fyrir langveika einstaklinga, hvort sem sjúkdómurinn er andlegur eða líkamlegur, er ólíðandi í velferðarsamfélagi. Nú reynir á ríkisstjórnina að efna loforð stjórnarsáttmálans og standa vörð um traust almennings. Allt annað en raunveruleg efndir er þjóðarskömm. Það eru engin rök fyrir að vanrækja málaflokkinn lengur, tölurnar tala sínu máli, mannlegir harmleikir eru staðreyndir og hagfræðilegur raunveruleiki skýrir að sparnaður felst í forvörnum fremur en eftirsjá. Nú er boltinn hjá stjórnvöldum. Það sem eftir stendur er hvort þau axli ábyrgðina, leggi fram nægilegt fjármagn og fylgi eigin stefnu. Annað er óverjandi, og gerir lítið annað en að grafa undan trúverðugleika þeirra í augum almennings. Að missa af þessu tækifæri til að snúa við blaðinu er ekki aðeins glapræði fjárhagslega heldur einnig grimmileg afneitun á grundvallarrétti fólks til öryggis og velferðar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun