Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:03 Enn og aftur standa kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz frammi fyrir því að geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum. Það verður í þriðja sinn frá árinu 2011. Hver er ástæðan fyrir því? Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og borgar sem fólst í því að ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sér um að greiða hluta ríkisins og samkomulagið er endurnýjað á 3 ára fresti. Vandamálið liggur í því að upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru á stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 2024-2028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess að við missum vinnuna þá verður að segjast að hún sé bjarnargreiði. Þar sem söngskólarnir eru í hlutarins eðli með mun stærri part af sínum kennslukostnaði undir þessu samkomulagi lenda skólarnir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaðinum og framlaginu. Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hleypur upphæðin á um 10 milljóna tapi vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Þó þetta séu ekki háar upphæðir í stóra samhenginu þá eru þær háar fyrir fátækan skóla sem rekur sig á sléttu. Eina leiðin sem skólinn hefur til þess að bjarga sér væri að hækka skólagjöldin sem nú þegar eru með hæsta móti. Þó má einnig benda á að ólöglegt er að greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæðurnar neyða skólann til þess að gera það samt sem áður. Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz að fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel. Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess að endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig að tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri sú að framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar. Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, lagði nýverið fram frumvarp um Þjóðaróperu sem er gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenskt menningarlíf, og ekki síst íslenska söngvara úr klassíska geiranum. Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð. Söngkennsla hefur hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara að geta verið með fastar tekjur, og því er bransinn í afar slæmri stöðu ef skera þarf niður þar eins og nú lítur út fyrir. Lauslega reiknað hefur söngnemendum nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því að þetta nýja samkomulag varð til. Nú þarf að spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo að Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram. Virðingarfyllst, Hallveig Rúnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari, Agnar Már Magnússon kennari, Aladár Rácz kennari, Andrés Ramon kennari, Antonia Hevesi kennari, Ástríður Alda Sigurðardóttir kennari, Bára Grímsdóttir kennari, Bergþór Pálsson kennari, Bjarni Thor Kristinsson kennari, Björk Níelsdóttir kennari, Bryndís Guðjónsdóttir kennari, Elsa Waage kennari, Eyjólfur Eyjólfsson kennari, Guðbjörn Guðbjörnsson kennari, Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri og kennari, Gunnar Karel Másson kennari, Helga Bryndís Magnúsdóttir kennari, Hrönn Þráinsdóttir kennari, Ingunn Ósk Sturludóttir kennari, Ingvar Alfreðsson kennari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir kennari, Jóhannes Guðjónsson kennari, Laufey Sigrún Haraldsdóttir kennari, Lilja Guðmundsdóttir kennari, Margrét Hrafnsdóttir kennari, Orri Huginn Ágústsson kennari, Pétur Ernir Svavarsson kennari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kennari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir kennari, Sigrún Hjálmtýsdóttir kennari, Sigurbjörg H. Magnúsdóttir kennari, Sólborg Valdimarsdóttir kennari, Þór Breiðfjörð aðstoðarskólastjóri og kennari, Þorsteinn Bachmann kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Skóla- og menntamál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur standa kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz frammi fyrir því að geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum. Það verður í þriðja sinn frá árinu 2011. Hver er ástæðan fyrir því? Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og borgar sem fólst í því að ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sér um að greiða hluta ríkisins og samkomulagið er endurnýjað á 3 ára fresti. Vandamálið liggur í því að upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru á stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 2024-2028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess að við missum vinnuna þá verður að segjast að hún sé bjarnargreiði. Þar sem söngskólarnir eru í hlutarins eðli með mun stærri part af sínum kennslukostnaði undir þessu samkomulagi lenda skólarnir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaðinum og framlaginu. Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hleypur upphæðin á um 10 milljóna tapi vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Þó þetta séu ekki háar upphæðir í stóra samhenginu þá eru þær háar fyrir fátækan skóla sem rekur sig á sléttu. Eina leiðin sem skólinn hefur til þess að bjarga sér væri að hækka skólagjöldin sem nú þegar eru með hæsta móti. Þó má einnig benda á að ólöglegt er að greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæðurnar neyða skólann til þess að gera það samt sem áður. Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz að fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel. Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess að endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig að tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri sú að framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar. Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, lagði nýverið fram frumvarp um Þjóðaróperu sem er gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenskt menningarlíf, og ekki síst íslenska söngvara úr klassíska geiranum. Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð. Söngkennsla hefur hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara að geta verið með fastar tekjur, og því er bransinn í afar slæmri stöðu ef skera þarf niður þar eins og nú lítur út fyrir. Lauslega reiknað hefur söngnemendum nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því að þetta nýja samkomulag varð til. Nú þarf að spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo að Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram. Virðingarfyllst, Hallveig Rúnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari, Agnar Már Magnússon kennari, Aladár Rácz kennari, Andrés Ramon kennari, Antonia Hevesi kennari, Ástríður Alda Sigurðardóttir kennari, Bára Grímsdóttir kennari, Bergþór Pálsson kennari, Bjarni Thor Kristinsson kennari, Björk Níelsdóttir kennari, Bryndís Guðjónsdóttir kennari, Elsa Waage kennari, Eyjólfur Eyjólfsson kennari, Guðbjörn Guðbjörnsson kennari, Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri og kennari, Gunnar Karel Másson kennari, Helga Bryndís Magnúsdóttir kennari, Hrönn Þráinsdóttir kennari, Ingunn Ósk Sturludóttir kennari, Ingvar Alfreðsson kennari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir kennari, Jóhannes Guðjónsson kennari, Laufey Sigrún Haraldsdóttir kennari, Lilja Guðmundsdóttir kennari, Margrét Hrafnsdóttir kennari, Orri Huginn Ágústsson kennari, Pétur Ernir Svavarsson kennari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kennari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir kennari, Sigrún Hjálmtýsdóttir kennari, Sigurbjörg H. Magnúsdóttir kennari, Sólborg Valdimarsdóttir kennari, Þór Breiðfjörð aðstoðarskólastjóri og kennari, Þorsteinn Bachmann kennari.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar