Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir, Elín Karlsdóttir, Guðni Thorlacius, Gunnar Ásgrímsson og Georg Orlov Guðmundsson skrifa 26. mars 2025 10:32 Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun