„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2025 17:00 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. „Það sem við erum raunverulega að gera er að fara ofan í tekjurnar og færa aflaverðmætið frá því að vera einhver tala sem að útgerðirnar tilkynna sjálfar inn til Fiskistofu í það að finna raunverulegt aflaverðmæti,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Hanna Katrín ásamt Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu drög að breytingum á lögum um veiðigjald á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Það er verið að leiðrétta útreikninga á fiskverði sem notaðir eru við útreikninga á veiðigjaldi,“ segir Daði Már. Hanna Katrín segir mikið ákall hafa verið eftir þessum breytingum og þá ekki síst frá almenningi. „Þetta er mál sem varðar almannahagsmuni gríðarlega mikið,“ segir hún. Gagnrýnin byggð á langsóttri röksemdarfærslu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) gagnrýndu áformin áður en þau voru kynnt. Samtökin segja lagabreytinguna fela í sér tvöföldum veiðigjalds en einnig leiða til þess að óunnin fiskur verði fluttur út í miklu mæli. „Verðmætasköpun hér á landi verður þar með minni, störfum í fiskvinnslu fækkar stórum og afleiddar tekjur þjónustu og iðnaðar verða hverfandi,“ stendur í tilkynningu frá samtökunum SFS. Hanna Katrín tekur því ekki sem gagnrýni að veiðigjöldin tvöfaldist. Hún segist einnig „fyllilega ósammála“ því að breytingar veitist að landsbyggðinni og leiði til færri starfa. Þá sé umræða í allar áttir fullkomlega eðlileg í lýðræðisríki. „Ég vil frekar beina gagnrýni á stjórnvöldin sem hafa látið þetta viðgangast síðustu ár,“ segir hún. „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni.“ Daði Már telur það langsótt að lagabreytingin setji útgerðir á hliðina út frá rekstrarreikningum útgerða aftur í tímann. „Þá hefur afkoma í útgerð og vinnslu verið mjög góða á Íslandi, miklu betri en í öðrum atvinnugreinum. Þessi fyrirtæki hafa verið að fjárfesta í atvinnulífinu þannig þau hafa haft ráðrúm til að ekki bara auka sitt eigið fé heldur að auka virði sitt í aðrar áttir,“ segir hann. „Svo verð ég að viðurkenna að markaðsverð er í sjálfu sér verð sem ræðst af framboð og eftirspurn. Þessi fyrirtæki hefðu getað selt á fiskuppboðum en velji að gera það ekki sem þýðir að þau hagnist meira á viðskiptum við sínar eigin vinnslur. Mér finnst þessi röksemdarfærsla langsótt.“ Daði Már segir staðhæfingarnar að aflinn verði verkaður í meira mæli erlendis í stað hérlendis byggðar á misskilningi. Í Noregi sjá ekki sömu útgerðirnar um bæði veiðar og vinnslu líkt og tíðkist hérlendis. „Veiðiaðilinn er ekki tilbúinn að selja sinn afla til vinnslunnar þar sem mikill aflir er sendur heilfrystur erlendis. Hér erum við ekki að gera slíkar breytingar,“ segir hann. Veiðigjöldin hafi átt að vera hærri „Héðan í frá borgar útgerðin sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir afnot sín af auðlindinni. Það er það sem var til ætlast þegar lög um veiðigjöld voru sett í upphafi aldar,“ segir Hanna Katrín. Að sögn Daða Más leiddi greining ráðuneytanna í ljós að veiðigjöld hafi átt að vera hærri. Ráðherrarnir sammælast um að veiðigjöldin verði ekki rukkuð afturvirkt. „Það væri ósanngjarnt að breyta lögum og yfirleitt ekki gert á Íslandi að láta lög hafa neina afturvirkni,“ segir hann. „Ég hef ekki áhuga á því að fara aftur í tímann og reikna upp eitthvað uppsafnað tap þjóðarinnar, ég vil frekar slá striki á það og horfa fram á veginn,“ segir Hanna Katrín. Hún lagði einnig áherslu á samstöðu ríkisstjórnarinnar. Málið muni fara sína hefðbundnu leið og allar athugasemdir sem berast skoðaðar. „En það er mikill og sterkur meirihluti á þingi á bak við þetta mál.“ Einfaldast að fylgja Noregi Við gerð frumvarpsins leituðu ráðuneytin til Noregs þar sem ekki er markaður á Ísland fyrir uppsjávartegundir af fiski, svo sem síld og makríl. Þess kyns markaður er í Noregi. „Þar er verið að veiða sömu tegundir og við þekkjum til og mikil líkindi þannig að það var einfaldasta leiðin,“ segir Hanna Katrín. Daði Már segir gögn Norðmanna um veiðar aðgengileg ásamt því að svipað kerfi sér þar og hérlendis. „Það hefði líka verið hægt að miða við verð frá Færeyjum en eiginlega er ekki hægt að fara neitt annað því þú verður að miða við sama fisk veiddan á sama tíma til að vera sanngjarn í samanburðinum. Þá eru það eiginlega bara Noregur og Færeyjar sem koma til greina. Norðmenn eru með betra aðgengi að gögnum,“ segir hann. Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það sem við erum raunverulega að gera er að fara ofan í tekjurnar og færa aflaverðmætið frá því að vera einhver tala sem að útgerðirnar tilkynna sjálfar inn til Fiskistofu í það að finna raunverulegt aflaverðmæti,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Hanna Katrín ásamt Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu drög að breytingum á lögum um veiðigjald á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Það er verið að leiðrétta útreikninga á fiskverði sem notaðir eru við útreikninga á veiðigjaldi,“ segir Daði Már. Hanna Katrín segir mikið ákall hafa verið eftir þessum breytingum og þá ekki síst frá almenningi. „Þetta er mál sem varðar almannahagsmuni gríðarlega mikið,“ segir hún. Gagnrýnin byggð á langsóttri röksemdarfærslu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) gagnrýndu áformin áður en þau voru kynnt. Samtökin segja lagabreytinguna fela í sér tvöföldum veiðigjalds en einnig leiða til þess að óunnin fiskur verði fluttur út í miklu mæli. „Verðmætasköpun hér á landi verður þar með minni, störfum í fiskvinnslu fækkar stórum og afleiddar tekjur þjónustu og iðnaðar verða hverfandi,“ stendur í tilkynningu frá samtökunum SFS. Hanna Katrín tekur því ekki sem gagnrýni að veiðigjöldin tvöfaldist. Hún segist einnig „fyllilega ósammála“ því að breytingar veitist að landsbyggðinni og leiði til færri starfa. Þá sé umræða í allar áttir fullkomlega eðlileg í lýðræðisríki. „Ég vil frekar beina gagnrýni á stjórnvöldin sem hafa látið þetta viðgangast síðustu ár,“ segir hún. „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni.“ Daði Már telur það langsótt að lagabreytingin setji útgerðir á hliðina út frá rekstrarreikningum útgerða aftur í tímann. „Þá hefur afkoma í útgerð og vinnslu verið mjög góða á Íslandi, miklu betri en í öðrum atvinnugreinum. Þessi fyrirtæki hafa verið að fjárfesta í atvinnulífinu þannig þau hafa haft ráðrúm til að ekki bara auka sitt eigið fé heldur að auka virði sitt í aðrar áttir,“ segir hann. „Svo verð ég að viðurkenna að markaðsverð er í sjálfu sér verð sem ræðst af framboð og eftirspurn. Þessi fyrirtæki hefðu getað selt á fiskuppboðum en velji að gera það ekki sem þýðir að þau hagnist meira á viðskiptum við sínar eigin vinnslur. Mér finnst þessi röksemdarfærsla langsótt.“ Daði Már segir staðhæfingarnar að aflinn verði verkaður í meira mæli erlendis í stað hérlendis byggðar á misskilningi. Í Noregi sjá ekki sömu útgerðirnar um bæði veiðar og vinnslu líkt og tíðkist hérlendis. „Veiðiaðilinn er ekki tilbúinn að selja sinn afla til vinnslunnar þar sem mikill aflir er sendur heilfrystur erlendis. Hér erum við ekki að gera slíkar breytingar,“ segir hann. Veiðigjöldin hafi átt að vera hærri „Héðan í frá borgar útgerðin sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir afnot sín af auðlindinni. Það er það sem var til ætlast þegar lög um veiðigjöld voru sett í upphafi aldar,“ segir Hanna Katrín. Að sögn Daða Más leiddi greining ráðuneytanna í ljós að veiðigjöld hafi átt að vera hærri. Ráðherrarnir sammælast um að veiðigjöldin verði ekki rukkuð afturvirkt. „Það væri ósanngjarnt að breyta lögum og yfirleitt ekki gert á Íslandi að láta lög hafa neina afturvirkni,“ segir hann. „Ég hef ekki áhuga á því að fara aftur í tímann og reikna upp eitthvað uppsafnað tap þjóðarinnar, ég vil frekar slá striki á það og horfa fram á veginn,“ segir Hanna Katrín. Hún lagði einnig áherslu á samstöðu ríkisstjórnarinnar. Málið muni fara sína hefðbundnu leið og allar athugasemdir sem berast skoðaðar. „En það er mikill og sterkur meirihluti á þingi á bak við þetta mál.“ Einfaldast að fylgja Noregi Við gerð frumvarpsins leituðu ráðuneytin til Noregs þar sem ekki er markaður á Ísland fyrir uppsjávartegundir af fiski, svo sem síld og makríl. Þess kyns markaður er í Noregi. „Þar er verið að veiða sömu tegundir og við þekkjum til og mikil líkindi þannig að það var einfaldasta leiðin,“ segir Hanna Katrín. Daði Már segir gögn Norðmanna um veiðar aðgengileg ásamt því að svipað kerfi sér þar og hérlendis. „Það hefði líka verið hægt að miða við verð frá Færeyjum en eiginlega er ekki hægt að fara neitt annað því þú verður að miða við sama fisk veiddan á sama tíma til að vera sanngjarn í samanburðinum. Þá eru það eiginlega bara Noregur og Færeyjar sem koma til greina. Norðmenn eru með betra aðgengi að gögnum,“ segir hann.
Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira