Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Magnús Þór Jónsson, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 19. mars 2025 15:30 Undirritaðir formenn fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina harma þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin og varðar geðendurhæfingu ungs fólks sem nýtur þjónustu Janusar endurhæfingar. Við lýsum yfir djúpum áhyggjum af stöðu og heilsu unga fólksins sem býr við flókinn og fjölþættan vanda. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Sjúkratrygginga Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þann 3. mars, verður gildandi þjónustusamningur ekki endurnýjaður. Janus endurhæfing sem hefur rekið starfsemi sína í 25 ár hefur nú sagt upp öllu starfsfólki og eru nauðbeygð til að skella í lás 1. júní næstkomandi. Ekkert sambærilegt úrræði til staðar Hjá Janusi er veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hefur sannað gildi sitt með því að veita ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda er hamlar þátttöku þeirra í daglegu lífi, þverfaglegan stuðning, úrræði og tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. Ýmislegt liggur að baki svo sem þroskaraskanir, geðrænar áskoranir, áföll og viðkvæm félagsleg staða. Mörg eru á einhverfurófi og hafa komið að lokuðum dyrum víðast hvar í kerfinu eftir að grunn- eða framhaldsskóla sleppir. Unga fólkið á oft langa sögu um félagslega einangrun og vanlíðan auk þess sem þátttaka í námi eða vinnu hefur verið takmörkuð. Óvissan um framtíðina veldur alvarlegu bakslagi í færni og líðan. Sérstaða geðendurhæfingar á vegum Janusar er sú að þjónustan er einstaklingsmiðuð, heildstæð og samþætt, veitt af fagfólki með sérþekkingu á málaflokknum. Má þar nefna félagsráðgjafa, geðlækna, iðjuþjálfa og sálfræðinga. Starfsemin er öll undir sama þaki og staðsetning í nálægð við almenningssamgöngur. Byggt á vísindum Þjónusta Janusar byggir á gagnreyndum aðferðum endurhæfingar og nýjustu þekkingu. Nýsköpun og þróun er í forgrunni þar sem nýttar eru tæknilausnir til að bæta aðferðir, þjónustuferli og skilvirkni. Áhersla er lögð á að efla færni þáttakenda til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi, miðað við þarfir og aðstæður hvers og eins. Þekkt er að endurhæfing hjá þessum hópi tekur lengri tíma en almennt gerist, ferlið er brothættara og þörf er fyrir öflugri stuðning og eftirfylgd. Í öllu endurhæfingarferlinu er unnið í nánu samstarfi fagfólks, þátttakanda og aðstandenda hans. Markmiðið er að útskrifa þátttakendur þegar það er raunhæft og nám, atvinna eða virk atvinnuleit taki við. Á undanförnum árum hafa að jafnaði 50-60% þátttakenda náð markmiðum sínum, sjá hér. Fjárfestum í unga fólkinu Við þurfum sem samfélag að gera betur til að mæta þörfum ungs fólks í viðkvæmri stöðu. Þau sem hvorki eru í vinnu eða námi, NEET hópurinn (e.Not in Education, Employment, or Training) er um 6% fólks á aldrinum 16-29 ára, sjá hér. Ef ekkert er að gert getur samfélagslegur kostnaður numið allt að 1-2% af landsframleiðslu. Á Íslandi gæti þessi tala hlaupið átugum milljarða króna árlega. Það er bæði félagslega og efnahagslega skynsamlegt að fjárfesta í endurhæfingu og stuðningi við þennan hóp ungs fólks. Starfsemi eins og Janus endurhæfing, getur skilað margföldum samfélagslegum ávinningi. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við stefnuyfirlýsingar sínar og veita nægjanlegu fjármagni til áframhaldandi reksturs Janusar endurhæfingar. Þannig er unnt að tryggja starfstengda geðendurhæfingu fyrir ungt fólk með fjölþættar áskoranir! Verði þetta mikilvæga úrræði lagt niður mun ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. Höfundar eru Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaðir formenn fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina harma þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin og varðar geðendurhæfingu ungs fólks sem nýtur þjónustu Janusar endurhæfingar. Við lýsum yfir djúpum áhyggjum af stöðu og heilsu unga fólksins sem býr við flókinn og fjölþættan vanda. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Sjúkratrygginga Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þann 3. mars, verður gildandi þjónustusamningur ekki endurnýjaður. Janus endurhæfing sem hefur rekið starfsemi sína í 25 ár hefur nú sagt upp öllu starfsfólki og eru nauðbeygð til að skella í lás 1. júní næstkomandi. Ekkert sambærilegt úrræði til staðar Hjá Janusi er veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hefur sannað gildi sitt með því að veita ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda er hamlar þátttöku þeirra í daglegu lífi, þverfaglegan stuðning, úrræði og tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. Ýmislegt liggur að baki svo sem þroskaraskanir, geðrænar áskoranir, áföll og viðkvæm félagsleg staða. Mörg eru á einhverfurófi og hafa komið að lokuðum dyrum víðast hvar í kerfinu eftir að grunn- eða framhaldsskóla sleppir. Unga fólkið á oft langa sögu um félagslega einangrun og vanlíðan auk þess sem þátttaka í námi eða vinnu hefur verið takmörkuð. Óvissan um framtíðina veldur alvarlegu bakslagi í færni og líðan. Sérstaða geðendurhæfingar á vegum Janusar er sú að þjónustan er einstaklingsmiðuð, heildstæð og samþætt, veitt af fagfólki með sérþekkingu á málaflokknum. Má þar nefna félagsráðgjafa, geðlækna, iðjuþjálfa og sálfræðinga. Starfsemin er öll undir sama þaki og staðsetning í nálægð við almenningssamgöngur. Byggt á vísindum Þjónusta Janusar byggir á gagnreyndum aðferðum endurhæfingar og nýjustu þekkingu. Nýsköpun og þróun er í forgrunni þar sem nýttar eru tæknilausnir til að bæta aðferðir, þjónustuferli og skilvirkni. Áhersla er lögð á að efla færni þáttakenda til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi, miðað við þarfir og aðstæður hvers og eins. Þekkt er að endurhæfing hjá þessum hópi tekur lengri tíma en almennt gerist, ferlið er brothættara og þörf er fyrir öflugri stuðning og eftirfylgd. Í öllu endurhæfingarferlinu er unnið í nánu samstarfi fagfólks, þátttakanda og aðstandenda hans. Markmiðið er að útskrifa þátttakendur þegar það er raunhæft og nám, atvinna eða virk atvinnuleit taki við. Á undanförnum árum hafa að jafnaði 50-60% þátttakenda náð markmiðum sínum, sjá hér. Fjárfestum í unga fólkinu Við þurfum sem samfélag að gera betur til að mæta þörfum ungs fólks í viðkvæmri stöðu. Þau sem hvorki eru í vinnu eða námi, NEET hópurinn (e.Not in Education, Employment, or Training) er um 6% fólks á aldrinum 16-29 ára, sjá hér. Ef ekkert er að gert getur samfélagslegur kostnaður numið allt að 1-2% af landsframleiðslu. Á Íslandi gæti þessi tala hlaupið átugum milljarða króna árlega. Það er bæði félagslega og efnahagslega skynsamlegt að fjárfesta í endurhæfingu og stuðningi við þennan hóp ungs fólks. Starfsemi eins og Janus endurhæfing, getur skilað margföldum samfélagslegum ávinningi. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við stefnuyfirlýsingar sínar og veita nægjanlegu fjármagni til áframhaldandi reksturs Janusar endurhæfingar. Þannig er unnt að tryggja starfstengda geðendurhæfingu fyrir ungt fólk með fjölþættar áskoranir! Verði þetta mikilvæga úrræði lagt niður mun ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. Höfundar eru Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar