Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:01 Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar og baðlón Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun