Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2025 21:02 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag. Vísir/Stefán Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða. Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða.
Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira