Þingmanni blöskrar svör Rósu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2025 12:44 Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er hugsi yfir ákvörðun þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu. Rósa var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Um leið varð Rósa formaður bæjarráðs og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Rósu óeðlilega. „Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ segir Guðmundur Ari í færslu á Facebook. „Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“ Hann segir eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing. „Þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því að hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarnes og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Hann ætli að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hafi af skattgreiðendum sem sitji á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum. Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?“ Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Rósa var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Um leið varð Rósa formaður bæjarráðs og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Rósu óeðlilega. „Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ segir Guðmundur Ari í færslu á Facebook. „Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“ Hann segir eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing. „Þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því að hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarnes og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Hann ætli að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hafi af skattgreiðendum sem sitji á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum. Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?“
Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira