Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 14:03 Margrét, Jón og Hildur mátu vinnu formanns stjórnar SÍS jafnast á við 50 prósent starf, sem Heiða þarf þá að sinna meðfram borgarstjórastarfinu. Það var starfshópur skipaður þremur borgar- og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem lagði til hækkun launa formanns og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30
Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31