Fanney deildi hugljúfu myndskeiði á Instagram þar sem hún sýnir börnunum þeirra, Kolbrúnu Önnu og Reyni Alex, sónarmynd. Tilhlökkun systkinnanna leyndi sér ekki.
„Þetta er það sem ég er búin að dreyma um og óska mér,“ heyrist Kolbrún Anna segja.
„Þriðji gullmolinn okkar á leiðinni,“ skrifar Fanney við færsluna.
Fanney og Teitur byrjuðu saman árið 2016 og gengu í hjónaband 17. ágúst 2024.