Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar 16. mars 2025 08:32 Það er margt úrvalsfólkið í framboði til rektors HÍ en Dr. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðastjórnmálum er alhliða þegar kemur að þeim mörgu hlutverkum sem Háskóli Íslands sinnir í íslensku samfélagi og samfélagi þjóða. Nýverið átti ég samtal við Gitu Steiner-Khamsi prófessor í stjórnmálafræði menntunar við Columbia háskóla um rektorskjörið þar sem hún áréttaði mikilvægi þess að sá sem sinnir starfi rektors hafi skapað sér virðingu og vigt í öllum þáttum starfsins. Það skiptir ekki máli hvort við ræðum um hæfni til kennslu, rannsókna, stjórnunar eða til að sinna samfélagslegu hlutverki fræðimannsins og miðla fróðleik til almennings. Silja Bára er sterk á öllum þessum sviðum. Það er ekki verra að hafa sérhæft sig í samningatækni, unnið til verðlauna fyrir kennslu sína og hafa unnið sig upp í prófessorshæfi örfáum árum eftir að hún var ráðin sem lektor. Hún er einnig þekkt fyrir að beita sér í þágu réttlætis sem fulltrúi í háskólaráði, formaður Rauða Kross Íslands og í framvarðasveit aktívista þegar kemur að jafnréttismálum. Ósérhlífin og hefur þor til að beita sér gegn illa ígrunduðum stjórnvaldsákvörðunum Það er mér minnisstætt hvernig Silja Bára beitti sér sem fulltrúi í háskólaráði þegar rýra átti vinnuaðstæður akademískra starfsmanna á þeim tveimur sviðum HÍ sem konur eru í miklum meirihluta starfsmanna; svið sem búa stéttir undir lækningar, hjúkrun, kennslu, umhyggju og umönnun. Næði er það auðmagn sem fræðimenn þrífast á. Næðinu átti að fórna fyrst hjá þeim sem sinna rannsóknum á umhyggjuhagkerfinu. Silja Bára leiddi fyrsta skrefið af mörgum í mikilvægri varnarbaráttu sem tókst á loft í kjölfarið þar sem unnin var góður varnarsigur á mínu sviði, menntavísindasviði; varnarsigur sem leiddur var af deild menntunar og margbreytileika. Sem betur fer er Háskóli Íslands með öflugt lýðræðisskipulag þar sem ríkir opin umræða. Silja Bára nýtti þann valdavettvang sem háskólaráð er og rödd til að sá fyrsta fræi efasemda um gæði þessarar ákvörðunar. Hún tók af skarið. Við þurfum einmitt manneskju sem er ekki samdauna valdinu og sem skilur lýðræðislegt hlutverk sitt í stjórnkerfinu. Flestir leiðtogar sem beita sér á annað borð, geta opnað glugga, skapað samtal milli ólíkra aðila, verið lýðræðislegir í þeim skilningi og ég efast ekki um að allir þeir sem bjóða sig fram séu slíkir leiðtogar. Það er svo aftur annað mál hverjir leggi það á sig að verja sjónarmið sem eru ríkjandi öflum ekki þóknanleg. Að taka afstöðu í erfiðum málum. Þar skilur gjarnan milli feigs og ófeigs. Sterk sýn um akademískt frelsi, lýðræði og gagnsæi Að mínu mati ræður þetta atriði úrslitum um hæfi leiðtoga fyrir háskólastofnun á okkar Trump-ræðistímum, því blikur eru á lofti um að það þurfi að beita sér til að viðhalda akademísku frelsi til rannsókna og fræðastarfs og til að nemendur og kennarar hafi áfram málfrelsi. Hér við Columbia háskóla þar sem ég dvel nú eru þessi grundvallarréttindi í algjöru uppnámi. Það spillir ekki fyrir að Silja Bára þekkir bandarískt samfélag eins og lófann á sér eftir að hafa numið þar um árabil og eflaust er það þjóðinni í fersku minni hversu litríkur og faglegur álitsgjafi Silja Bára var um stjórnmál í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hún hefur sýnt að hún beygir ekki af í erfiðum málum, hlífir sér ekki, og oftast ber hún sigur úr býtum. Þorparinn sem skilur mikilvægi Háskóla Íslands á landsbyggðinni Háskóli Íslands hefur mikla þýðingu fyrir okkar nærsamfélag þótt mikill hluti starfsins felist í að vinna á alþjóðlegum vettvangi. Á okkar tímum þar sem alþjóðleg samkeppnishæfni ræður ríkjum gleymist oft þetta atriði. Silja Bára hefur sterka sýn á að háskólinn sé þjóðarskóli, en ekki fyrst og fremst skóli fyrir elítu. Það hversu mikil virkni, hæfni og þor einkennir Íslendinga almennt, en ekki einungis fámenna yfirstétt, gerir okkur sem þjóð einstaka á heimsvísu. Aðgengi að háskólanámi hér á landi er einstaklega opið í samanburði við aðrar þjóðir. Háskólinn hefur starfsstöðvar út um allt land og þá spillir ekki fyrir að Silja Bára sleit barnsskónum á Ólafsfirði og er því þorpari í grunninn. Hún skilur fólk sem býr í raunheimum um leið og hún dvelur mestmegnis í táknrænum heimi fræðanna. Hún veit hvernig tröllaukin fjöll, snjóþyngsli og búseta í dreifðum byggðum marka möguleika fólks með ólíkum hætti og því mun hún leggja sitt af mörkum til að efla starf Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Vegir ástarinnar eru rannsakanlegir Fyrir mig persónulega þá er ég líklega þakklátust Silju Báru fyrir að hafa kynnt mig fyrir Önnu Guðrúnu Jónasdóttur prófessor emeritu við Örebro háskóla. Hún stóð svo að því árið 2015 ásamt kollegum sínum við stjórnmálafræðideild að gera Önnu að heiðursdoktor við HÍ. Í framhaldi af því stofnuðum við Hið íslenzka ástarrannsóknafélag sem hefur staðið að fjölmörgum viðburðum og útgáfum. Við Silja Bára ritstýrum nú bók um ástarrannsóknir sem kemur út á vormánuðum á vegum háskólaútgáfunnar. Að sá fyrsta fræinu er sérgrein Silju Báru. Við þurfum Silju Báru til forystu sem sýnt hefur frumkvæði og nýsköpun í kennslu, rannsóknum, stjórnun og miðlun til almennings og sem hefur þekkingu og innsæi til að takast á við veðrabrigði í alþjóðastjórnmálum. Höfundur er prófessor á menntavísindasviði og Fulbright fræðimaður við Columbia háskóla á vormisseri 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er margt úrvalsfólkið í framboði til rektors HÍ en Dr. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðastjórnmálum er alhliða þegar kemur að þeim mörgu hlutverkum sem Háskóli Íslands sinnir í íslensku samfélagi og samfélagi þjóða. Nýverið átti ég samtal við Gitu Steiner-Khamsi prófessor í stjórnmálafræði menntunar við Columbia háskóla um rektorskjörið þar sem hún áréttaði mikilvægi þess að sá sem sinnir starfi rektors hafi skapað sér virðingu og vigt í öllum þáttum starfsins. Það skiptir ekki máli hvort við ræðum um hæfni til kennslu, rannsókna, stjórnunar eða til að sinna samfélagslegu hlutverki fræðimannsins og miðla fróðleik til almennings. Silja Bára er sterk á öllum þessum sviðum. Það er ekki verra að hafa sérhæft sig í samningatækni, unnið til verðlauna fyrir kennslu sína og hafa unnið sig upp í prófessorshæfi örfáum árum eftir að hún var ráðin sem lektor. Hún er einnig þekkt fyrir að beita sér í þágu réttlætis sem fulltrúi í háskólaráði, formaður Rauða Kross Íslands og í framvarðasveit aktívista þegar kemur að jafnréttismálum. Ósérhlífin og hefur þor til að beita sér gegn illa ígrunduðum stjórnvaldsákvörðunum Það er mér minnisstætt hvernig Silja Bára beitti sér sem fulltrúi í háskólaráði þegar rýra átti vinnuaðstæður akademískra starfsmanna á þeim tveimur sviðum HÍ sem konur eru í miklum meirihluta starfsmanna; svið sem búa stéttir undir lækningar, hjúkrun, kennslu, umhyggju og umönnun. Næði er það auðmagn sem fræðimenn þrífast á. Næðinu átti að fórna fyrst hjá þeim sem sinna rannsóknum á umhyggjuhagkerfinu. Silja Bára leiddi fyrsta skrefið af mörgum í mikilvægri varnarbaráttu sem tókst á loft í kjölfarið þar sem unnin var góður varnarsigur á mínu sviði, menntavísindasviði; varnarsigur sem leiddur var af deild menntunar og margbreytileika. Sem betur fer er Háskóli Íslands með öflugt lýðræðisskipulag þar sem ríkir opin umræða. Silja Bára nýtti þann valdavettvang sem háskólaráð er og rödd til að sá fyrsta fræi efasemda um gæði þessarar ákvörðunar. Hún tók af skarið. Við þurfum einmitt manneskju sem er ekki samdauna valdinu og sem skilur lýðræðislegt hlutverk sitt í stjórnkerfinu. Flestir leiðtogar sem beita sér á annað borð, geta opnað glugga, skapað samtal milli ólíkra aðila, verið lýðræðislegir í þeim skilningi og ég efast ekki um að allir þeir sem bjóða sig fram séu slíkir leiðtogar. Það er svo aftur annað mál hverjir leggi það á sig að verja sjónarmið sem eru ríkjandi öflum ekki þóknanleg. Að taka afstöðu í erfiðum málum. Þar skilur gjarnan milli feigs og ófeigs. Sterk sýn um akademískt frelsi, lýðræði og gagnsæi Að mínu mati ræður þetta atriði úrslitum um hæfi leiðtoga fyrir háskólastofnun á okkar Trump-ræðistímum, því blikur eru á lofti um að það þurfi að beita sér til að viðhalda akademísku frelsi til rannsókna og fræðastarfs og til að nemendur og kennarar hafi áfram málfrelsi. Hér við Columbia háskóla þar sem ég dvel nú eru þessi grundvallarréttindi í algjöru uppnámi. Það spillir ekki fyrir að Silja Bára þekkir bandarískt samfélag eins og lófann á sér eftir að hafa numið þar um árabil og eflaust er það þjóðinni í fersku minni hversu litríkur og faglegur álitsgjafi Silja Bára var um stjórnmál í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hún hefur sýnt að hún beygir ekki af í erfiðum málum, hlífir sér ekki, og oftast ber hún sigur úr býtum. Þorparinn sem skilur mikilvægi Háskóla Íslands á landsbyggðinni Háskóli Íslands hefur mikla þýðingu fyrir okkar nærsamfélag þótt mikill hluti starfsins felist í að vinna á alþjóðlegum vettvangi. Á okkar tímum þar sem alþjóðleg samkeppnishæfni ræður ríkjum gleymist oft þetta atriði. Silja Bára hefur sterka sýn á að háskólinn sé þjóðarskóli, en ekki fyrst og fremst skóli fyrir elítu. Það hversu mikil virkni, hæfni og þor einkennir Íslendinga almennt, en ekki einungis fámenna yfirstétt, gerir okkur sem þjóð einstaka á heimsvísu. Aðgengi að háskólanámi hér á landi er einstaklega opið í samanburði við aðrar þjóðir. Háskólinn hefur starfsstöðvar út um allt land og þá spillir ekki fyrir að Silja Bára sleit barnsskónum á Ólafsfirði og er því þorpari í grunninn. Hún skilur fólk sem býr í raunheimum um leið og hún dvelur mestmegnis í táknrænum heimi fræðanna. Hún veit hvernig tröllaukin fjöll, snjóþyngsli og búseta í dreifðum byggðum marka möguleika fólks með ólíkum hætti og því mun hún leggja sitt af mörkum til að efla starf Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Vegir ástarinnar eru rannsakanlegir Fyrir mig persónulega þá er ég líklega þakklátust Silju Báru fyrir að hafa kynnt mig fyrir Önnu Guðrúnu Jónasdóttur prófessor emeritu við Örebro háskóla. Hún stóð svo að því árið 2015 ásamt kollegum sínum við stjórnmálafræðideild að gera Önnu að heiðursdoktor við HÍ. Í framhaldi af því stofnuðum við Hið íslenzka ástarrannsóknafélag sem hefur staðið að fjölmörgum viðburðum og útgáfum. Við Silja Bára ritstýrum nú bók um ástarrannsóknir sem kemur út á vormánuðum á vegum háskólaútgáfunnar. Að sá fyrsta fræinu er sérgrein Silju Báru. Við þurfum Silju Báru til forystu sem sýnt hefur frumkvæði og nýsköpun í kennslu, rannsóknum, stjórnun og miðlun til almennings og sem hefur þekkingu og innsæi til að takast á við veðrabrigði í alþjóðastjórnmálum. Höfundur er prófessor á menntavísindasviði og Fulbright fræðimaður við Columbia háskóla á vormisseri 2025.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun