Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar 16. mars 2025 08:00 Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun