Körfubolti

Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Hrafn Sigurðsson stjórnar þinginu.
Pétur Hrafn Sigurðsson stjórnar þinginu. KKÍ

Ársþing Körfuknattleiksamabands Íslands árið 2025 fer fram á Grand hótel í dag og það er hægt að fylgjast með þinginu í beinni.

Körfuknattleiksþingið er haldið annað hvert ár en í ár verður kosið um nýjan formann sambandsins.

Þingið sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ. Á þinginu er stjórn KKÍ kosin, skýrsla stjórnar lögð fram ásamt reikningum.

Hér fyrir neðan má fylgjast með þinginu í beinni. Þar er einnig hægt að spóla til baka ef fólk missti af einhverju.

  • DAGSKRÁ 56. KÖRFUKNATTLEIKSÞINGS 2025
  • 09:00 - 09:50 Skráning þingfulltrúa og morgunkaffi
  • 10:00 Setning 56. Körfuknattleiksþings
  • Kosning starfsmanna þingsins og kjörbréfanefndar
  • Ávarp formanns - ávarp gesta - heiðranir
  • 11:00 Kosnings fastanefnda þingsins
  • Fjárhagsnefnd – Laga- og leikreglnanefnd - Allsherjarnefnd
  • 11:10 Skýrsla stjórnar og reikningar lagði fram
  • 11:50 Kynning á frambjóðendum til formanns og stjórnar KKÍ
  • 12:30 Matarhlé
  • - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
  • 13:15 Lagðar fram tillögur þingsins og þeim vísað í nefndir
  • 14:30 Nefndarálit, tillögur og atkvæðagreiðslur um þær
  • 16:00 Kosningar og önnur mál
  • 17:00 Áætluð þingslit



Fleiri fréttir

Sjá meira


×